fbpx

HEIÐARLEIKI ER LYKILLINN AÐ MÍNUM ÁRANGRI

LÍFIÐMAGAZINE

Takk Vikan fyrir að leyfa mér að prýða forsíðu ykkar að þessu sinni. Það var Íris Hauksdóttir sem tók viðtalið þar sem farið er yfir víðan völl – komið inná líf mitt sem móður, handboltafrú, viðskiptakonu en líka um hreyfingu, brúðkaupið okkar í sumar, brúðkaupsferðina og svo margt margt fleira. Þetta er ítarlegasta viðtal sem ég hef farið í og því vona ég að þið hafið gagn og gaman af lestrinum. Vikan fæst á öllum helstu sölustöðum.

Aldís (yndi) Pálsdóttir tók myndirnar og Björg Alfreðs farðaði.

Ég ætla að gefa ykkur smá forsmekk af viðtalinu hér að neðan og læt nokkrar baksviðmyndir fylgja með.

//

This is the cover page of the magazine “The Week” in Iceland. They made a big interview about my life, business, wedding and more. Unfortunately only in Icelandic – you can enjoy the photos instead :)

Lífið:

,,Fyrsta árið svaf Gunnar Manuel lítið sem ekkert og þótt ég væri úrvinda vandist ég því að þurfa ekki svefn. Í heilt ár svaf ég ekki heila nótt en loksins þegar ég fékk að sofa fann ég hversu langþreytt ég var. Vinnan mín er þannig að ég fer aldrei í frí og því var krefjandi að finna stöðugleika, ósofin og þurfa að halda dampi.”

„Alba hefur nú búið í bráðum fimm löndum sem er eflaust ekki ákjósanlegt fyrir börn en hún tæklar það vel og slær í gegn á öllum stöðum. Hún er þroskuð, sjálfstæð, opin og ótrúlega frjó.”

Bloggið:
“Ef maður tileinkar sér að skrifa heiðarlega og þykjast ekki vera annar en maður er gengur allt vel. Ég tel að það hafi verið lykillinn að mínum árangri”

„Ég hef að sjálfsögðu fengið gagnrýni sem fer fyrir brjóstið á manni, sérstaklega þegar fólk skrifar eitthvað á netið en getur síðan ekki staðið á bak við skrif sín í persónu. Það er alltaf lítt heillandi. En ég finn fyrir miklum meðbyr sem er margfalt meira jákvætt en neikvætt og það hvetur mig áfram.“

Hreyfing:
„Ég er ekki þessi dæmigerða líkamsræktartýpa heldur venjuleg mamma sem þarf að ná að áorka miklu á stuttum tíma. Vonandi upplifir fólk það þannig, ef ég get hreyft mig reglulega getur það gert það líka.“

Brúðkaupið:
„Við vorum á leið heim út bænum eftir blautan 17. júní þegar upp að hlið okkar keyrði hinn fullkomni bíll, ég hef bara aldrei séð neinn honum líkan á Íslandi. Ég spenntist öll upp og skrúfaði niður gluggann og kallaði, hvort hann væri eitthvað að lána bílinn, við værum að fara að gifta okkur … Þannig reddaðist bíllinn fimm dögum fyrir brúðkaup.“

,,Með brúðkaupið, eins og annað, var ég bara að gifta mig fyrir mig sjálfa og lét áreiti ekki slá mig út af laginu heldur hélt mig á beinni braut með hluti sem ég vildi og vildi ekki. Það er mikilvægt að hver og einn plani brúðkaup eftir sínu höfði. Eitthvað sem hentar okkur hentar ekki endilega öðrum.”

… og miklu miklu meira. 

Á forsíðunni klæddist ég Style Mafia blússu úr Yeoman á Skólavörðustíg, hvíti toppurinn sem ég klæðist inni í blaðinu er frá sama merki.
Dragtin er frá Blanche úr Húrra Reykjavík og skórnir frá Bianco. Mér þykir sérstaklega vænt um silki komonoinn sem var sérsaumaður fyrir brúðkaupsdaginn minn og hálsmenið með E og G frá AndreA by AndreA.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SÆNSKA SÆLAN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Andrea

  16. August 2018

  Ok ég hlakka mikið til að lesa þetta blað ?
  Forsíðan er tía enda fagmenn beggja vegna við linsuna ?

 2. Aldís Páls.

  16. August 2018

  Elsku Elísabet <3

  Takk svo mikið fyrir þennan tökudag !!
  Þú ert yndi !! (spegill)
  ** Get ekki beðið með að lesa viðtalið **

 3. Guðrún Sørtveit

  19. August 2018

  Flottust <3

 4. sigridurr

  22. August 2018

  Ert flottust!!!!!!<333333