fbpx

ÍSLENSK HÖNNUN Í &OTHER STORIES

FRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

City Safari-portrait of Shoplifterin her design for &Other Stories photo by Lilja Baldurs IMG_8959

Hönnuðurinn Hrafnhildur Arnardóttir í Shoplifter x &OtherStories –

Listamaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir er búsett í New York þar sem hún gerir það gott en hún starfar undir nafninu Shoplifter. Síðustu misseri hefur hún unnið að fatalínu í samstarfi með sænsku verslunarkeðjunni &OtherStories og er línan væntanleg í valdar verslanir í febrúar – mjöög stórt og mikið spennandi (!)
Hrafnhildur hefur haldið ótal listasýningar, unnið mikið með einstaklingum eins og Björk Guðmundsdóttur en einnig tekið að sér sambærilegt verkefni og þetta þegar hún vann t.d. með danska hönnunarfyrirtæki HAY. Ég myndi segja að hún væri búin að meika’ða án þess að vera of mikið í sviðsljósinu.

Hrafnhildur hefur þetta að segja um línuna í “press release” um samstarfið:
“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

Dansarinn og góðvinkona mín, Þyri Huld Árnadóttir, er ein af aðstoðarkonum Hrafnhildar þessa dagana en hún lenti í ansi skemmtilegu atviki í vikunni þegar verið var að skjóta lookbook fyrir komandi fatalínu. Þyri átti að vera á tökustað til að hjálpa til á bak við tjöldin en á stuttum tíma breyttist hennar hlutverk og áður en hún vissi af var hún sest í hár og makeup og henni “hent fyrir framan myndavélarnar”. Við eigum því von á að sjá íslenskt módel meðal atvinnu módela sem kynna “íslensku” fatalínuna. Myndirnar verða klára fyrir jólin og ég bilast úr spennu enda Þyri snillingur með meiru.

14695512_10154080460950669_6482779243276940607_n

Þyri Huld Árnadóttir í fatnaði úr fatalínunni –

Hvernig kom það til að þú tækir þátt í myndatökunni með þessum hætti?
Það er allt mjög fyndið. Ég bauðst til að aðstoða við hreyfingar því myndatakan var innblásin af break-dans tímabili Hrafnhildar þar sem hún var í Icebrakers með Bjössa bróðir mínum. Áður en ég vissi af var síðan búið að henda mér í hár og förðun og ég bara mætt fyrir framan myndavélina.

Heilluðu fyrirsætustörfin?
Ég myndi nú ekki segja að fyrirsætu störf heilli en það er alltaf gaman að dansa fyrir framan myndavél.

Hvernig líst þér á fatalínuna?
Fatalínan er geggjuð og svo mikið af ótrúlega flottum printum frá verkunum hennar Hrafnhildar. Það sem heillaði mig mest við hana var hvað öll fötin voru þægileg en samt töff.

Hvað er framundan í New York?
Það sem er framundan er að leita að nýjum ævintýrum og njóta þess að vera með kærastanum mínum sem er hérna úti í námi áður en ég fer aftur á klakann.

14708169_10154080460935669_5810835982512716735_n14656382_10154080460910669_4732176637193332429_nÉg vona að engin fyrirsæta hafi reynt að leika þennan liðleika Þyriar eftir –

 14797382_10154080501490669_919044334_n 14804732_10154080501485669_45494762_n 14804886_10154080501500669_1761413082_n

Fatalínan mun innihalda föt, fylgihluti og snyrtivörur. Hér má sjá eitthvað af því sem í boði verður –

14805517_10154080501495669_1811101587_n 14805628_10154080501555669_2006123356_n

27 manna crew kom að tökunni og þar af voru Íslendingar í eldlínunni. Lilja Baldurs spilaði stórt hlutverk en hún vann að framleiðslu tökunnar ásamt Hrafnhildi og sænsku verslunarkeðjunni. Lilja tók myndirnar hér að neðan –

14787552_10153977664352551_510711724_o 14803072_10153977664272551_1938092213_o 14808861_10153977664267551_1598663789_o

Síður brosbolur er á mínum óskalista!

IMG_4523 IMG_4529

Ljósmyndari var Annelise Phillips,
Stílisti: Edda Guðmundsdóttir
Aðstoðarmaður stílista: Brynja Skjaldar
Aðstoðarmaður stílista: Martin Tordby

Hár: Dennis Lanni,
Make up: Devra Kinery
Producer: Lilja Baldurs ásamt &OtherStories

Ég bíð spennt eftir að fá að sjá útkomu myndinna sem og að næla mér í flík þegar þær mæta í búðirnar hér í sænska!

Áfram Ísland!

//

We have an exiting collaboration between & Other Stories and the Icelandic artist Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a. Shoplifter. Hrafnhildur lives in New York where they shot the lookbook and she has been doing pretty intresting things there.
Hrafnildur had this to say about the collection:

“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

The collection is inspired by the brake-dance period and includes very nice prints and wearable items. It’s expected in selected & Other Stories stores and online next spring, but I am actually more exited about the look book which will be published soon. I will tell you why…
One of my best friends, the dancer Þyri Huld Arnadottir, was an assistant backstage at the shoot. But her role changed suddenly and before knowing it her hair and make-up was done and she ended up in front of the camera – can’t wait to see the result !

xx,-EG-.

ANDREABYANDREA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anonymous

    23. October 2016

    Flott umæli hjá þér Elísabet mín……