fbpx

BEAUTY TIPS Í GLAMOUR

AndreABEAUTYBIOEFFECTGLAMOURLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

BEAUTY TIPS Í GLAMOUR !

Góðan daginn Ísland !  Vá hvað það er gott að vakna heima við fuglasöng og sól.
Eins og það er gaman að sjá heiminn og ferðast þá er heima alltaf best.
Ég er búin að vera á ferð og flugi í maí en ég er nýlent frá Kaupmannahöfn eftir skemmtilegustu gæsun (hjá Elísabetu Gunnars)  sem ég hef farið í en það hefur eflaust ekki farið framjá neinum virkum notanda á Instagram :)  Þar áður var ég í æðislegri ferð með manninum mínum í San Francisco.  Í dag er sem betur fer auka frídagur og sólin skín LOKSINS á Íslandi.

Ég settist út á pall í morgun með nýjasta Glamour í annari  & kaffibolla í hinni, þar fann ég sjálfa mig ásamt þremur öðrum íslenskum konum ( Lilja Pálma, Svava Johansen & Svala Björgvins)  fara yfir snyrtivenjur okkar.  Þar að auki er blaðið fullt af allskonar fróðleik fyrir tískuunnendur….. mæli með <3

  

Þessi apaungi fær að fljóta með í þennan póst en hann kom með mér  heim frá Kaupmannahöfn.   Ég er ótrúlega glöð með hann en ég hefði sennilega ekki keypt hann ef að Svana hefði ekki dregið mig inn í Illum á flugvellinum.  Hann er frá Kay Bojesen, ég þennan stóra en hef aldrei séð þennan litla en hann er algjört krútt og ég er viss um að þið getið lesið allt um hann fljótlega hér: SVART Á HVÍTU .


Annars er ég að alveg komast upp á lagið með þetta blogg og hvað ég á að skrifa um en ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið sjá eða lesa um þá megið þið endilega senda mér línu á Facebook  ,
email: andrea@andrea.is eða á Instagram @andreamagnus ;)   Það er alltaf  gott að fá tips og hjálp  <3

Njótið dagsins
xxx

Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

DRESS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elska innleggið í Glamour, litla sæta apann, þig sem bloggara og reyndar bara þig almennt <3 blogg takturinn er löngu kominn ;) njóttu auka "frídagsins" – mjöög mikilvægt.

  • AndreA

   21. May 2018

   <3 Gott að hafa þig í klappliðinu <3
   Love you