fbpx

DRESS

AndreAAndreAbyAndreADRESSKIMONOLÚKKSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

DRESS

Kimonoarnir mínir eru ekki bara náttsloppar þó að morgunkaffið bragðist mun betur þegar ég er í þeim ;)
Í sannleika sagt þá nota ég þá fáránlega mikið.  Ég er oft spurð um hvernig jakka ég nota yfir þá en ég nota í raun bara allskonar jakka, kápur, blazera og leðurjakka.  Ég leyfi kimonoinum bara að koma undan og finnst það flott.
Mæli þó með að þið dragið hann með ykkur inn í bílinn þegar þið setjist undir stýri en ég hef oftar en einu sinni rúntað um bæinn með kimonoinn hálfan úti. :)

Jakkinn er frá J.crew, ég keypti hann í Miami en J.crew er amerískt merki en fæst veit ég td í London líka.  Ég á nokkra blazerjakka frá merkinu en þeir eru mjög vandaðir með flottum “detailum”

LEVIS 501 gallabuxur “vintage” úr Spúútnik ! það er pínu öðruvísi að kaupa gömlu Levis en þær nýju, stærðirnar eru eitthvað öðruvísi þannig að ég mæli með að taka búnka í ca stærðinni sem þið notið vanalega og máta.  Fullkomið snið að mínu mati.

 

Kimono uppáhalds flíkin mín … Passar alltaf við allt!
Ég fæ oft spurninguna: Er ég ekki of lítil til að vera í síðu?  en mín skoðun er ( og ég er Einn&Ellefu / eða 162 cm)  að ef ég er í skósíðu þá virka ég lengri.

Hlýrabolurinn frá danska merkinu Notes Du Nord er æðislegur, efnið heitir modal og er það mýksta sem ég hef farið í, sniðið er beint (ekki þröngt) og hann er fullkominn til að girða ofan í buxurnar og láta púffa aðeins.


Pungurinn minn eða taskan er væntanleg í töskulínuna okkar innan skamms.  Ég hef ekki tekið hana af mér síðan ég fékk prufugerðina í hendurnar, fullkomin í ferðalög og bara alla daga <3


KIMONO: / AndreA
Blazer: / J.CREW
Gallabuxur: Levis 501 “vintage” / Spútnik
Hlýrabolur: Notes Du Nord / AndreA
Skór: /MaryPaz 
Taska: / AndreA (væntanleg)
Sílgleraugu: Gucci / Optical Studio 

 

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU

Skrifa Innlegg