fbpx

TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU

LÍFIÐMAMMA

MÆÐRADAGURINN …

Ég hef aldrei pælt mikið í mæðradeginum en varð virkilega vel vör við hann í dag á Instagram og bráðnaði við að sjá fallegar myndir af fólki sem ég þekki vel og fólki sem ég þekki lítið, fæðingarmyndir, mömmur með börnin sín, börn að senda mömmu sinni kveðju og þið vitið hvað ég er að meina.
Flest allir vinir mínir eiga “Bestu mömmu í heimi” alveg eins og ég  :)

Eftir kvöldmat helltist yfir mig löngun til að vera með, ég kíkti í símann minn og skoðaði myndir af börnunum mínum.  Sonur minn er 19 ára (sem er óskiljanlegt út af fyrir sig) og ég fæ ekki að mynda hann eins oft of systur hans sem er 12 ára.  Ég náði í gömul albúm og skoðaði myndir og sá lífið okkar renna framhjá á fallegum myndum og ég næ bara stundum ekki utan um það hvað þetta líf  líður ótrúlega hratt.

Börnin mín 2006

Fyrst er maður með lítil börn – andvökunætur, allar leikskóla & dagmömmupestar, þetta eru krúttilegustu og mest krefjandi árin, árin sem ég var með bók í vasanum til að muna alla snilldina sem kom út úr þeim þegar þau voru að læra að tala, fyrstu skrefin, fyrsta tönnin, klippa litlar táneglur & lesa bækur á kvöldin fyrir svefninn.

Svo fara tennurnar að detta og skólagangan að hefjast, lesa heima á hverjum degi, læra, taka hjálpardekkin af og allar klukkustundirnar á hliðarlínunni í fótboltanum og öðrum tómstundum.

Næst koma svo unglingsárin sem minna kannski örlítið á fyrstu árin hjá sumum að minnsta kosti, margir foreldrar upplifa þá ennþá erfiðari andvökunætur en þessum árum fylgir oft dass af hormónum með tilheyrandi skapsveiflum (allavega á mamma mín hrós skilið )

Svo eru allt í einu bara litlu börnin okkar orðin fullorðin, komin með bílpóf, orðin sjálfráða og jafnvel gengin út, hjá mörgum koma annasöm tímabil þar sem mamma og pabbi eru pínu látin sitja á hakanum (sorry).  Allt að gerast og lífið svo skemmtilegt og svo bara BÚMM … Barnið er að verða foreldri … Þá koma mamma og pabbi sterkt inn aftur stundum kannski aðeins of sterkt?

Mamma mín <3

Það að vera MAMMA er eilífðarstarf, þú ert aldrei búin sem betur fer en starfið breytist,  Það að vera móðir er eitt það dásamlegasta og innihaldsríkasta hlutverk sem við fáum lífinu,  það er oft flókið og snúið, oft ekki alveg eins og við sáum fyrir okkur.  Við vitum ekki alltaf alveg hvað við eigum að gera en gerum sennilega allar alltaf okkar besta og þegar á reynir þá hringjum við í mömmu eða aðrar mömmur.

Ég á 2 börn og hefur stundum fundist ég eiga í fullu fangi með það en amma mín & nafna  átti 14 börn FJÓRTÁN !  (I rest my case)
Í dag tek ég hattinn ofan fyrir þér amma og þér mamma.

xxx
MAMMA

INSTAGRAM: @andreamagnus

LOVE CONTOURS ALL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1