fbpx

LOVE CONTOURS ALL

BEAUTYNYXSNYRTIVÖRURÚTLIT

LOVE CONTOURS ALL

Ég er búin að vera á leiðinni að tala um þessa pallettu hér lengi en þegar ég finn eitthvað sem mér finnst æðislegt þá langar mig að deila því svo að fleiri geti prófað en það er þannig með þessa pallettu. Það vita það kanski fáir en ég er förðunarfræðingur eða var það í það minnsta en í dag á ég ekkert of mikið í snyrtivörum og er týpan sem leggst á sortir eða þegar ég finn eithvað frábært þá er ég vís til að nota það að eilífu en vandinn er að snyrtivörumerki eru alltaf að breyta (eðlilega ) og koma með nýjungar sem hentar ekki vanaföstum en það er einmitt þannig með þessa pallettu og þess vegna á ég tvær  eina vel notaða og eina glænýja og er jafnvel að hugsa um að kaupa mér þá þriðju af því að ég veit að hún er að hætta í framleiðslu.

Auðvitað kemur einhver önnur í staðinn sem verður eflaust frábær líka en það sem ég elska við þessa er að allir litirnir eru allir flottir og ég þarf enga aðra pallettu í snyrtibudduna, en á þessari pallettu er gjörsamlega allt sem ég þarf á augun og kinnar/kinnbein, ég þarf enga aðra augnskuggapallettu né sólarbúður og þetta er í fyrsta sinn sem að það er gaman að leita í snyrtibuddunni.
Palletan heitir LOVE CONTOURS ALL og er frá NYX & kostar 3.995


Ég nota þetta þannig að ég set hyljara í kringum augun og svo fer ég beint í þessa pallettu nota augnskuggana litlu sem eru í miðjunni (allir flottir) svo set ég ljósan lit ofan á kinnbeinin og dekkri lit undir kinnbeinin. Dökkbrúna langa litinn nota ég svo í kringum augun alveg við augnhárin, þá vantar bara maskara, smá lit í augabrúnir og svo varalit.

Talandi um varalit þá er uppáhalds varaliturinn minn líka að hætta og ég er að prufa allskonar varaliti í þeirri von um að finna staðgengil,  ég er að leita af nude lit sem virkar eins og smá varasalvi, s.s má ekki vera þurr, hann má vera gloss en ekki of klístraður eða of  límkenndur ef þið vitið um eitthvað sem ég ætti að prufa þá megið þið endilega senda mér línu.

Love
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

KIMONO CLUB

Skrifa Innlegg