fbpx

NÝR AUKAHLUTUR

DAGSINSLÍFIÐ

English Version Below

Ég er söm við mig … sitjandi í mínu ágæta vinnuhorni á hverfiskaffihúsinu sem fer að verða mitt annað heimili, svo mikið læt ég sjá mig hér. Í desember er sérstaklega mikið að gera og ég er að vinna verkefni í kappi við tímann eins og örugglega margir. Í dag sit ég aðeins lengur við skjáinn þar sem mín bíður 3 daga frí í fyrsta sinn í margar margar margar vikur. Fríið er ekki þannig séð heillandi en ástæðan er aðgerð sem ég þarf að fara í snemma í fyrramálið og læknirinn er búinn að banna mér að vinna í tölvunni á meðan ég jafna mig. Ég dey ekki ráðalaus og er að sjálfsögðu með tímastillta pósta og efni á meðan fjarveru stendur. Ég verð samt ekki jafn dugleg að svara póstum og vona að þið fyrirgefið mér það.

Rautt er litur hátíðarinnar en líka trend litur vetrarins samkvæmt hátískunni. Blússan mín er frá Lindex.

Annars er ég svo glöð með nýju heyrnatólin mín sem ég fékk að gjöf frá Nýherja á dögunum. Ég passa að taka þau með mér hvert sem ég fer svo betri helmingurinn ræni þeim ekki af mér. Hann væri líklegur til þess þó hann eigi sjálfur Bose heyrnatól sem við keyptum fyrir ca. 2 árum í Þýskalandi. Mín eru bara aðeins betri (Bose QC35 II) af því þau eru þráðlaus, segir expertinn (Gunni) ;) Meira: HÉR

Ég mæli sérstaklega með heyrnatólunum fyrir þá sem fljúga mikið, ferðast í rútu (strætó) eða annað slíkt. Svo sannarlega allt annað líf á ferðalaginu, heyrnatólin blokka alveg burt þessi leiðinlegu aukahljóð sem eru oft mikið áreiti.

//

You are probably getting used to seeing me in this corner at my office (the Café close to my home). I have to work hard today before my 3 days off – I am having a surgery tomorrow and have promised myself to take it easy. Today I had my new headphones from Bose, I have to take them with me everywhere I go so that my husband won’t steal them from me.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HVAR FÉKKSTU ÞESSA HÚFU?

Skrifa Innlegg