fbpx

HVAR FÉKKSTU ÞESSA HÚFU?

SHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below


HVAR FÉKKSTU ÞESSA HÚFU?
… er spurning sem ég fæ í hvert einasta sinn sem Gunnar Manuel notar dásamlega dúska húfu frá PomPom og co. Sama hvar ég er, á handboltaleikjum, úti í búð, að sækja Ölbu í skólann eða bara á samskiptamiðlum þá fæ ég (hann) alltaf hrós fyrir krúttlegheitin. Það er kannski ekki að undra því ég var sjálf mjög spennt að vita meira þegar Ása Regins (gamall bloggari á Trendnet) setti inn fyrstu myndina af dóttur sinni með sömu húfu á sínum tíma. Ég var líka ein af fyrstu viðskiptavinum hennar þar sem ég fór á biðlista eftir húfunni um leið og hún gaf mér það svar að hún væri væntanleg í sölu.

Ása er konan á bakvið merkið PomPoms og co en svo er það hún ítalska Rósa sem sér um handavinnuna á lítilli saumastofu í Napolí á Ítalíu – fallegt samstarf.

UPPFÆRT:
Æjæj… því miður hefur pop-up markaðnum verið frestað þar sem sendingin týndist í pósti. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Flíkurnar frá íslenska barnafatamerkinu eru seldar á netinu (hér) og í heimasölu Ásu þegar hún auglýsir það með fyrirvara. Um helgina ætla PomPoms og co að breyta útaf vananum og vera með popup verslun í Petit – Ármúla 23 milli kl 11-16 og 12-16. Ég held að þetta verði fyrstur kemur fyrstur fær miðað við áhugann frá íslenskum mæðrum. Það er allavega ánægjulegt að segja ykkur frá því hér á blogginu eftir að hafa svarað mjög mörgum ykkar í beinum samskiptum á maili eða á Instagram.


//

Where did you get this hat? This is a question that I get quite often when Manuel is wearing this super cute icelandic rabbit hat designed by Ása Regins (old blogger here at Trendnet). The hats are handmade by Rosa in Napoli, Italy. You can order them from Facebook: here, or visit Petit this weekend in Ármúli where Pom Poms og co will be having a popup store.

 

Skellið kossi á Ásu og Linneu Trendnet vinkonur mínar um helgina.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

EGF SERUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    7. December 2017

    Hann er sætastur!!!!!xxx