fbpx

EGF SERUM

BEAUTY

 

Ég varð ein hamingjusprengja þegar ég eignaðist mínar fyrstu Bio Effect vörur á dögunum. Vörurnar hafa farið sigurför um heiminn og eru titlaðar þær bestu af virtustu tímaritum, vefsíðum og fólki. Þegar ég segi tímarit og fólk þá á ég við VOGUE (ekki bara einu sinni, heldur oft) og Karl Lagerfeld (ég bloggaði um það HÉR fyrir ári síðan), sem dæmi … það eru ansi stór nöfn (!) í bransanum.

Ég opnaði kassa með nokkrum mismunandi vörum frá merkinu og byrjaði strax að nota dropana og augn serumið sem ég hef notað daglega í 8 daga þegar þetta er skrifað. Serumið ber ég á mig á morgnanna og í hvert sinn þá man ég það í margar klukkustundir þar sem góða tilfinningin helst í lengri tíma – þú finnur að eitthvað rétt er að gerast í húðinni. Mér finnst ég líka vera ferskari útlitslega og vona að það sé bara rétt!
Augnsvæðið er það svæði sem ég hef þurft að hugsa sem best um síðustu daga í mikilli vinnukeyrslu. Ég gat því ekki valið betri viku til að prufa þessa íslensku snilld sem ég er svo stolt af. Vissulega þarf ég þó lengri reynslutíma áður en ég get mælt enn frekar með vörunni hvað varðar langtíma notkun. Mér finnst áhugavert að finna hversu vel ég kann að meta einmitt þessa vöru (eye serum-ið) úr þeirra vörulínu því hingað til hef ég heyrt lang mest talað um dropana sem ég persónulega þarf að kynnast betur.
Bio Effect vörurnar eru taldar tímamótameðferð sem á að halda húðinni unglegri … ég held að það sé alveg rétt.

Svona lítur mín uppáhalds vara út. EGF eye serum-ið :

Trendnet gaf fyrr í haust veglega gjöf til lesenda á Trendnet Instagram og seinna í desember mun Bio Effect gefa aðra gjöf á Trendnet Facebook síðunni okkar. Ég mæli með að þið fylgist með því ef ykkur langar að prufa líka?

Íslenskt, já takk.
Faglegri upplýsingar og ráð: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INIKA GJÖF

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Lilja Rún

  6. December 2017

  Ég er búin að nota eye serumið í þó nokkurn tíma og er mjög hrifin af því :) Síðan mæli ég líka með dagkreminu þeirra, það er létt og frábært undir farða að mínu mati :)

 2. Elísabet Gunnars

  6. December 2017

  Ég þarf að prufa það líka .. þær lofa rosalega góðu þessar vörur!!

 3. Margrét

  6. December 2017

  Day Serumið er mín uppáhalds vara – frábær undir farða, mæli með :)