BAST FATASALA

FATASALAFÓLK

Hafrún Karlsdóttir og Kristín Dahl Bast skvísur ásamt ljósmyndaranum Sögu Sig –

Ég á það til að segja ykkur frá fatasölum sem mér finnst spennandi og á morgun fer fram sú flottasta þetta sumarið. Það er tímaritið Bast sem stendur fyrir sölunni og að henni koma miklar smekkkonur sem við margar lítum upp til. Ljósmyndarinn Saga Sig er ein þeirra en hún hefur í gegnum árin sankað að sér draumaflíkum úr Second Hand verslunum og ég er í alvöru næstum því grátandi yfir því að komast ekki að næla mér í svoleiðis “písa”. 

Í bland við second hand gersemarnar verða mikið af merkjafatnaði á góðu verði.
Ásamt Sögu verða þær Anna Sóley, Eva Dögg, Hafrún Karls, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómas, Ylfa Geirs, Katrín Alda og Kristín Dahl. Ég gæti talið upp endalaust af því merkilega sem þessar konur eru að gera í lífinu en ég lofa allavega miklu og góðu úrvali af fallegum fatnaði og fylgihlutum.  Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa unnið í kringum tísku í mörg ár. Hafrún Karlsdóttir er til dæmis International Sales Manager hjá VALD agency sem sér um merki eins og sænska Hope sem við erum svo margar hrifnar af. 


Hér að neðan má sjá þær myndir sem finna má í viðburðinum á Facebook.

 

 

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7

Hvenær: 15. júlí 

Tími: 13:00 – 17:00

Meira: HÉR


 

 

Skilið frá mér góðri kveðju!
Happy shopping!

xx,-EG-.

MÆLI MEÐ: ÆÐISLEGUR HEIMILISILMUR ♡

Uppáhalds

Ég er með æði fyrir heimilisilmum og er nýbúin að finna einn sem er í sérstöku uppáhaldi. Mamma hafði keypt sér einn frá Meraki í sumar og ég varð alveg heilluð af ilminum sem heitir White tea & ginger. Ég átti svo leið í Litlu Hönnunarbúðina fyrir nokkrum dögum og sá að hún var að bæta við þessum ilmum hjá sér og ég keypti mér einn sem hefur verið mikið notaður síðan, ég meira segja tók hann með í vinnuna í dag. Mæli með!

Ég tek það fram að ég keypti vöruna sjálf og þetta eru 100% meðmæli frá mér til ykkar x

13978363_10155094958678332_37517234_o

Myndin er eftir Heiðdísi Helga

14002463_10155094957993332_379102973_o

Eins ósexí það er að skrifa það að ég er jú með eitt bleyjubarn þá getur komið sér vel að spreyja smá út í loftið eftir kúkableyjuskipti og loftið hreinsast og fyllist ferskum ilmi haha. P.s. ég elska að geta rölt bara nokkur skref niður í miðbæ Hafnarfjarðar og gert góð kaup, hér er allt sem ég þarf. Mæli með rölti í Hafnarfirðinum fagra.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

DRAUMASUNNUDAGUR & BLÁA LÓNIÐ

Persónulegt

Á meðan að sumir láta sig dreyma um að vera á Þjóðhátíð núna þá læt ég mig dreyma um síðasta sunnudag sem var einn af betri dögum sumarsins. Árlega höldum við saumaklúbburinn árshátíð og eyðum deginum í skemmtun og góðan mat, þetta árið kom ég ásamt einni vinkonu minni að skipulagningu og er dagskráin alltaf top secret sem engin fær að vita um fyrr en við erum mættar á staðinn. Bláa Lónið var efst á mínum óskalista enda er ég meira í dekurstuði en sprellstuði þessa dagana og þvílíkur draumur sem það var, ég var hreinlega búin að gleyma því hversu ljúft lónið er enda nokkuð langt síðan ég heimsótti það síðast. Læt eina mynd fylgja með sem var tekin af okkur saman:)

Screen Shot 2014-07-30 at 12.58.49 PM

Við enduðum á því að eyða rúmlega 3 klst ofan í lóninu í dekri með andlitsmaska og drykki -ég mæli svo sannarlega með því að kíkja þangað með vinkonuhópnum ef ykkur langar til að gera ykkur smá dagamun. Þar kynntumst við einni eiturhressri fimmtugri konu (sem leit út fyrir að vera tvítug) frá New York sem var hér í fríi ásamt manninum sínum sem á banka en þau keyptu sér einmitt nýlega hvítann Porche sem Bon Jovi átti. Svo gistu þau á Hótel Borg og ferðuðust um landið með þyrlu og svo var bróðir hennar hárgreiðslumaður Mariah Carey… Já svona týpum kynnist maður bara í Bláa Lóninu held ég!

Screen Shot 2014-07-30 at 1.03.28 PM

Dagurinn byrjaði hinsvegar á lúxus brunch heima hjá mér, þar var allt sem hugurinn getur girnst á sunnudagsmorgni. Þaðan var svo haldið í Bláa Lónið en vegna þess að við gleymdum algjörlega tímanum í dekrinu okkar þar misstum við af smá sprelli sem átti að vera í 101 RVK seinna um daginn. Því fórum við úr lóninu í Bogfimisetrið og þaðan fórum við heim að grilla gourmé hamborgara sem var boðið upp á ásamt tómat crostini með þeyttum fetaosti og smjörsteiktum perum með brie og furhnetum ala Ljúfmeti.is.

Algjör draumasunnudagur sem ég vildi óska þess að ég gæti endurtekið aftur í dag. Andrés er reyndar í þessum skrifuðu orðum frammi að gera amerískar pönnukökur og eggjahræru, kannski ég blikki hann líka til að bjóða mér í Bláa Lónið;)

Eigið góðan dag!

x

FALLEG VERSLUN : INSULA

BúðirFyrir heimiliðÍslensk hönnunVerslað

Ég ætlaði að vera búin að sýna ykkur þessar myndir frá versluninni Insula á Skólavörðustíg fyrir alltof löngu síðan. En betra er seint en aldrei, svo hér koma þær:) Ég er ótrúlega hrifin af svona litlum sérverslunum og líður alltaf smá eins og ég sé í útlöndum þegar ég skoða vörur sem ég hef hvergi annars staðar rekist á.

Insula er rekin af innanhússhönnuðinum og smekkdömunni Auði Gná, hún er bæði með sérvörur hannaðar af sér t.d. þessa gullfallegu gærupúða ásamt töffaralegum tattoo viskastykkjum og tattoo púðum. -En verslunin er einmitt staðsett fyrir neðan tattoo stofu og deila þau sama inngang.

x0-Cs83FiuAmLI0EEtxjfUwjGP0URP2X1jMJzmvxMIM

 © Nanna Dís / nannadis.com

S_tKaz6aQPD31wkLM9l3_ydv9laUUXuCFtLcBotLcEU

© Nanna Dís / nannadis.com

6QKS_MAxENyNw5bRbkEcHG4pKjVcZogm19HHZKwdG3c

 © Nanna Dís / nannadis.com

H-KyzqrxVhGtgQGWi5pCpgzI3j3nxDNuh-vV2hT0vKc-1

 © Nanna Dís / nannadis.com

Loðnu gærupúðarnir eru eitt það fyrsta sem þú tekur eftir þegar komið er inn í verslunina og eru þeir ofarlega á mínum óskalista. Þeir eru 100% íslenskir og eru sérstaklega framleiddir fyrir verslunina undir nafninu Further North.

fkD4KrdaByW1KlCpG9XJyBwzyXksVD_JkJvdd-Q-SAM

Myndirnar allar hér að ofan tók ljósmyndarinn: Nanna Dís / nannadis.com

1797327_499264900184943_1593019299_n

 Úrvalið í Insula er mjög áhugavert og öðruvísi.. hnífar, ilmvötn, púðar, keramik, myndlist og annað fallegt fyrir augað. Ég þarf einmitt að kíkja á hana aftur sem fyrst, er spennt að sjá allar nýjungarnar frá því síðast:) Hægt er að fylgjast með Insula á facebook hér

Ég mæli með rölti í miðbæinn og kíkja við í leiðinni á hana Auði Gná á Skólavörðustíginn í Insula, það er vel þess virði, þó ekki nema bara til að klappa þessum fallegu gærupúðum!

 

VARIR x 2

BEAUTYLÍFIÐPERSÓNULEGT

Svo ég svari nokkrum póstum um varalitinn sem ég notaði um síðustu helgi … þá er hinn sami frá MAC og heitir Media.

photophoto_2
Með Media á vörunum keypti ég mér svo nýjann. Sá og hinn sami er frá Maybelline og heitir Lady Red.  Ég er með hann á mér í dag.

image photo

Báðir eru þeir ansi góðir að mínu mati.

Litaðar varir x vorveður = Mæli með …

Kveðjur frá franska,
xx,-EG-.

NÝR ÞÁTTUR: LOOKING

Hitt og þetta

hbo-gay-series-looking-mister-scandal looking1_button
Þegar maður er slappur heima þá er fátt skemmtilegra en að uppgötva nýja þætti! Ég byrjaði í dag á þáttunum Looking sem framleiddir eru af HBO, það eru komnir 3 þættir út og lofa þeir mjög góðu. Ef ég ætti að miða þá við aðra þætti þá er þetta klárlega karlkynsútgáfa af The L world, en með smá keim af Girls og Sex and the city – s.s. solid blanda. Mæli þó 100% ekki með þeim ef þú ert með einhverskonar hommafóbíu.

Dásamlegir þættir, mæli með þeim fyrir fleiri lasarusa þarna úti:)

-Svana

COLETTE PARÍS: FYRIR HANN OG HANA

INSTAGRAMSHOP

Fyrir ykkur sem að eigið leið til Parísar fyrir jólin þá mæli ég með Colette, frábærri verslun sem að selur eitthvað fyrir alla.

Colette er staðsett á 213 Rue Saint-Honoré og er einmitt í sömu götu og &OtherStories svo þið getið þar slegið tvær flugur í einu höggi. Verslunin selur hönnun og merki í öllum verðklössum, er með snyrtivörudeild, bókasölu, fylgihluti, hátísku og kaffihús allt undir sama þakinu. Svo eitthvað sé nefnt. Hún er líka tilvalin að heimsækja ef að þið viljið eiga von á að rekast á fræga í tískuborginni en þeir eru nokkrir sem að koma þar við reglulega – enda skemmtilegt og létt andrúmsloft að heimsækja. Colette er líka mjög virk á Instagram en þar náði ég í myndirnar fyrir ykkur að sjá úrvalið sem að þar býðst – ég hélt textanum á hverri mynd þegar að ég klippti þær svo að þið getið séð hvaða vörur eru hvað.

Voila.

Þetta er verslun fyrir hann og fyrir hana í pakkann fyrir jólin.  Og já þau eru mjög virk á Instagram en þessar myndir hér að ofan brot af birtingum aðeins 5 vikur aftur í tímann.

Smá Parísar tips sem að geta nýst núna sem og síðar fyrir ykkur öll.

xx,-EG-.