fbpx

ENVELOPE 1976

DRESS

Það er svo ánægjulegt að fylgjast með duglegu fólki blómstra í verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Ég kynntist hinni norsku Celine Aagard fyrir nokkrum árum þegar við ferðuðumst saman til New York vegna vinnu, síðan þá hef ég fylgst með ferðum hennar á Instagram og hvernig hún hefur byggt upp tískumerkið Envelope1976 með góðum árangri. Merkið var stofnað árið 2018 og hefur á stuttum tíma smeygt sér fyrir framan augu elítunnar – sem virðist taka því vel. Þar má sem dæmi nefna samstarf merkisins við NET-A-PORTER. Samstarfið féll undir NET Sustain, sem er umhverfisvæn lína sem netrisinn gefur út. Línan samanstóð af 10 fallegum flíkum úr umhverfisvænum efnum.

Envelope1976 fæst ekki enn á Íslandi en að sjálsögðu er hægt að panta flíkurnar á netinu. Ég var svo hrifin og vildi því kynna ykkur fyrir þessum áhugaverða nánast nýliða. Ég heimsótti þau í Osló fyrr í vetur og mátaði þar dásamlegar flíkur og leyfði einum kjólanna að fylgja með mér heim.

“Envelope1976 is a high fashion brand from Oslo, Norway. Designed for a modern, and quality conscious woman with a sustainable approach.”

Þetta er brand fyrir töffara – hannað fyrir nútímakonu með áherslu á gæði og sjálfbærni. Ég nýtti tækifærið og tók áskorun Andreu um helgina. Kannski alltof overdressed í samkomubanni, en mikið sem það var hollt fyrir sálartetrið að taka þessari #kjólaáskorun – eru ekki allir búnir að klæðast kjól allavega einu sinni síðan að hún hvatti okkur til þess? Sjá HÉR

Skór:  Won Hundred, Klútur: Hildur Yeoman

Kjóllinn er úr NET-A-PORTER X Envelope1976 línunni sem eingöngu er seld hjá netrisanum. Fæst: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

STELDU STÍLNUM: AFSLAPPAÐUR STÍLL

Skrifa Innlegg