fbpx

STELDU STÍLNUM: AFSLAPPAÐUR STÍLL

SHOPSTELDU STÍLNUM

Hvernig áttu að klæða þig þessa dagana, afslappað en samt vera smart? Nú hafa liðið 5 vikur af samkomubanni hér í DK og ég verð að viðurkenna að þetta hefur verið allskonar. Stundum er ég jákvæðnin uppmáluð og aðra daga ræð ég verr við stöðuleikann í því að vinna heima en samt standa mig sem mamma, kennari og  húsfrú með skólana lokaða. Sem betur fer er skilningurinn svo mikill og ég finn að við erum í þessu saman – svo falleg þessi samstaða sem hefur myndast. Það sér fyrir endan  á skólabanni barnanna hérna megin við hafið og ég hlakka til á sama tíma og ég veit ekki hvernig sú þróun verður  …

En hvernig klæðum við okkur?

Ég hef verið að vinna mikið með það að klæða mig í sloppinn þegar ég vakna á morgnanna og á svo erfitt með að skipta yfir í örlítið huggulegra dress – oftast stekk ég í þau föt sem hendi eru næst og notalegheitin eru í háveigðum höfð, á sama tíma og maður reynir að vera í lagi.

Að ykkar ósk hef ég tekið saman topp 10  lista – hugmyndir að leika eftir ef þið eruð til dæmis heimavinnandi þessa dagana.
Hér finnum við notalegar kauphugmyndir sem eru líka smart.

Það er alveg hægt að hanga heima á nærbuxunum ef þú átt þessa peysu frá Blanche? Elska græna litinn og sniðið sem fer út á axlir. Fæst: HÉR

 

Er þetta nýji fylgihlutur sumarsins? Nokkrir íslenskir hönnuðir hafa tekiið upp á því að sauma grímur úr afgangsefni, þessi er frá Hildi Yeoman og fylgir með seldum settum í sama efni. Skemmtileg hugmynd.

H&M skyrta úr Conscious Exclusive línu H&M, lesið meira um þá umhverfisvænu línu HÉR, rúmfötin er dásamleg frá uppáhalds Tekla. Tekla fæst í Norr11 á Hverfisgötu. Elska gula litinn.

Ég er búin að vera með augastað á þessum buxum frá Nike í þónokkurn tíma – ég sé fyrir mér notalegheit en myndi líka klæða þær upp ef til þess kæmi ..  Fást: HÉR á útsölu í tilefni afmæli H verslunar.

Það er bara eitthvað við það að stela fötum af betri helmingnum. Ég er mjög dugleg við slíkt og því stærra því betra. Hér sýnir Spúútnik okkur vintage herraskyrtu paraða saman við gráar sweat pants … sem virkar vel að mínu mati. Þessi Polo skyrta fæst HÉR


Ef við lærum einhvertíman að yoga eða ræktarbuxur ganga líka við sem fínni klæðnaður, þá er það í þessu samkomubanni. Ég er hrifin af margskonar týpum og hef til dæmis hugsað um þessar gráu svolítið lengi. Ég mátaði þær í COS rétt áður en búðirnar lokuðu og ætti kannski að leyfa mér þær fyrir sumarið. Á Íslandi er COS á Hafnartorgi og hér á meginlandinu finnum við þessar í sölu HÉR

Ertu á tracksuit vagninum? Þetta sett fæst í nokkrum litum: HÉR

Cardigans er kósý. Rauð er á óskalista undiritaðrar.
Þessi er frá Camilla Pihl og fæst HÉR

Notum allar góðu yfirhafnirnar okkar án þess að fá valkvíða yfir því hverju við klæðumst innan undir? Þá er þetta rétta lúkkið í boði Samsøe Samsøe, fæst HÉR. Samsøe fæst líka í GK Reykjavík.

Er ekki ágætt að enda þennan topplista á að mæla með íslenskum joggingbuxum frá 66°Norður? Ég held það. Fást: HÉR
Það er föstudagur og ég held að ég muni mögulega setja á mig varalit í tilefni þess … een ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það herði verið staðan síðustu vikurnar. Þið biðjið mikið um kauphugmyndir á blogginu og ég er að reyna að standa mig í virkninni hvað slíkar færslur varðar. Vonandi kunnið þið vel að meta.
Happy shopping!

Ég er ennþá að mana mig upp í ágæta áskorun sem AndreA henti í loftið í síðkjól afþvíbara. Ég dáist af og mæli með #kjolaaskorun á Instagram. Þó ég sé í meiri kósý gír þá MUN ég vera með – get ætla skal? Kannski kemur að því!

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

NÝJAR MYNDIR FRÁ RAKEL TÓMAS - HÉR MÁ KNÚSAST

Skrifa Innlegg