fbpx

TRENDNÝTT

Conscious Exclusive vor- og sumarlína H&M einkennist af nýsköpun og endurnýtingu

KYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Vor- og sumarlínan Conscious Exclusive er innblásin af glæstu yfirbragði þeirra tíma þegar lestarferðir voru flottasti ferðamátinn og leggur áherslu á hringrás efna. Vörulínan nýtir ýmis sjálfbær ferli og nýstárlegar framleiðsluaðferðir, en hún er innblásin af Le Train Bleu, glæsilegri næturlest sem fór frá Calais til frönsku Rivíerunnar á þriðja áratug síðustu aldar. Í vörulínunni má finna íburðarmikla kvöldkjóla og létta hversdagskjóla úr nýjum efnum sem unnin eru með sjálfbærum hætti, til dæmis CIRCULOSE ®, sem er náttúrulegt efni unnið úr endurunnum textílefnum, og RENUTM, endurunnið hágæðapólýester, auk afganga af efnum á lager úr fyrri vörulínum. Conscious Exclusive vor- og sumarlínan verður fáanleg í völdum verslunum um miðjum apríl.

„Hvatinn á bak við þessa vor- og sumarlínu var hugmyndin um glæsilegar lestarferðir, sem hönnunarteyminu fannst táknrænt fyrir ferli H&M-fyrirtækisins í átt að hringrás. Við sóttum innblástur til Le Train Bleu og nautnaseggja á borð við Jean Cocteau og Pablo Picasso, sem dvöldu oft lengi í Villa Santo Sospir í strandbænum Cap Ferrat. Við vildum senda frá okkur línu sem einkenndist af því að njóta áhyggjulaus, en við vildum líka hanna endingargóðar vörur sem viðskiptavinir vilja nota daglega,“ segir Ella Soccorsi, hönnuður hjá H&M.

Á meðal lykilflíka má nefna gólfsíðan samkvæmiskjól úr endurunnu pólýester, stuttan kjól úr tafti með plíseruðum ermum, pífukjól úr CIRCULOSE ®, endurunna skyrtu úr tafti með skreyttum ermum og gallafatnað úr ólitaðri 100% lífrænni bómull. Á meðal helstu fylgihluta eru flatbotna sparisandalar með endurnýttum glerperlum (afgangur úr fyrir vörulínu) og taska úr VEGEA™, nýju veganleðri sem er búið til úr vínberjahrati og stilkum.

„Fyrir SS20 hugsaði Conscious Exclusive-hönnunarteymið mun meira um notkunartíma og endingu flíkanna en áður fyrr. Teymið lagði mikla áherslu á samsetningu efna og notkun umhverfisvænna litunaraðferða. Meðal annars notuðum við náttúrulegan lit sem var búinn til úr kaffikorgi frá framleiðsluskrifstofum H&M. Við viljum finna heildræna nálgun á sjálfbærni auk þess að hanna einstakar flíkur sem endast vel og lengi,“ segir Ann-Sofie Johansson, listrænn ráðgjafi hjá H&M.

Um H&M Conscious Exclusive

Conscious Exclusive er vönduð kvenfatalína H&M með fáguðum og sígildum flíkum sem eru framleiddar með efnum og aðferðum sem stuðla að sjálfbærni. Hún kom fyrst á markað árið 2012 með áherslu á þróun og nýsköpun. Conscious Exclusive-vörulínurnar hafa í gegnum tíðina verið tilraunastofa fyrir nýjar tegundir af efnum og sjálfbærar aðferðir sem eru í framhaldinu innleiddar í allri framleiðslu H&M. Þetta færir fyrirtækið nær metnaðarfullu markmiði sínu um að nota aðeins endurnýtt efni eða efni sem hafa verið unnin á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030.

 

//
TRENDNET

HÖNNUNARMARS Í JÚNÍ 2020!

Skrifa Innlegg