fbpx

NÝJAR MYNDIR FRÁ RAKEL TÓMAS – HÉR MÁ KNÚSAST

FÓLK

Rakel Tómasdóttir vinkona mín og listakona situr ekki auðum höndum í samkomubanni og hef ég fylgst með henni á Instagram teikna nýjar myndir fyrir okkur að njóta. Fyrstu vikurnar var hún í fullri vinnu við að halda okkur við efnið með svokallaðri #litasamkoma á Instagram þar sem hún hvatti fylgjendur sína  til að teikna með henni – verkefnið gekk vonum framar og fólk hlakkaði til að taka þátt dag hvern.

Nú hefur Rakel hafið sölu á nýjum kvenna myndum, sem hún er hvað þekktust fyrir og ég veit að þið verðið jafn hrifin og undirrituð –  vává!

Nýju myndirnar eiga eitthvað sérstaklega vel við tímana sem við erum öll að lifa þessa dagana. Ég er svo sannalega hrifin og vildi endilega að þið fengjuð að njóta þessarar fegurðar. Rakel er svo klár og hæfileikarík og ég mæli með að allir eignist eftir hana verk. Ekki bara afþví að þau eru svo sjúklega flott (!) heldur líka afþví að ég veit hveru mikil nákvæmnisvinna og pælingar fara í hverja og eina þeirra. Það heillar mig að heyra hlið listamannsins á nýju verkunum –

Nánd og sambönd er mér ofarlega í huga þessa dagana, kannski af því við höfum þurft að endurskilgreina hvað það er að eyða tíma saman og snerting allt í einu orðin hættuleg. Það er skrítið að átta sig á því að það að knúsa fólkið sem manni þykir vænt um er ekki sjálfsagður hlutur. En nýju myndirnar snúast einmitt um nánd, tengingu milli fólks og allar tilfinningarnar sem því fylgja, segir Rakel.

033

 

Ég á frekar erfitt með að lýsa þessari mynd en það er þrá í henni og líka höfnun, það að vilja en af einhverjum ástæðum ýta samt frá sér. Kannski er öryggi í höfnuninni … Kannski eru þetta tvær manneskjur sem eru með ólíkar væntingar.

034

Mér þykir mjög vænt um þessa mynd. Hún snýst um að hleypa einhverjum nálægt sér og leyfa sér að vera berskjaldaður. Maður er hræddur en upplifir samt öryggi, allt er nýtt en samt kunnuglegt, erfitt og yndislegt, allt á sama tíma. 
Til hamingju Rakel … mikið erum við heppin að eiga fólk eins og þig.
Mig langar í mynd til að hengja upp á vegg, mynd sem mun líklega minna mig á þessa knúslausu tíma, skrítið.

Eftirprentin af myndunum eru fáanleg á rakeltomas.com – HÉR

ÁFRAM ÍSLAND!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÓSKA MÉR

Skrifa Innlegg