fbpx

Monday Delivery: COCO BLOOM

BEAUTY

Stundum byrja mánudagar bara ósköp vel. Fyrsti bollinn kominn í hönd og þá var bankað uppá með óvæntan glaðning frá vinkonum mínum í París. Ofan í kassanum voru nýjir dásamlegir varasalvar með lit frá Chanel, eitthvað sem undirrituð elskar.


Þið vitið að ég mála mig alls ekki daglega en varalitur, gloss eða varasalvi er eitthvað sem ég nota alla daga. Ég er með nokkra til skiptanna og einn af þeim sem ég hef kunnað vel að meta síðustu mánuði er þessi létti salvi frá Chanel. Hann er titlaður sem HEALTHY GLOW LIP BALM á netinu og ég held að sú lýsing gæti ekki passað betur. Hann heitir: Chanel les beiges baume a levres og kemur í light, medium og intense. Ég er með hann í medium á vörunum, t.d. hér –

 

Þessir nýju, sem mættu í hús í morgun, eru eiginlega eins við fyrstu sýn – því finnst mér það tilvalið kauptips í morgunsárið, hér á blogginu. ROUGE COCO BLOOM gæti orðið nýr uppáhalds inn í sumarið. Hans fyrsta verk verður að birta yfir mjög þreyttu mánudags andliti, sjáum til hvernig það gengur .. haha.

Eigið góðan dag.

Nýr varalitur og þessi morgunbirta, litlu hlutirnir í lífinu ..

Merci Beaucoup Chanel <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

 

ANDREA SKÓBÚÐ Á VESTURGÖTU

Skrifa Innlegg