fbpx

LÍFIÐ: DATE NIGHT

DRESSLÍFIÐ

Við Gunni áttum langan en góðan vinnudag í Kaupmannahöfn fyrir Sjöstrand um helgina, dagur sem  sem við kláruðum á afterwork utandyra (!) .. ég er alltaf að bíða eftir haustinu en veðrið vill ekki ákveða sig, er á meðan er ..

Þegar við settumst niður þá föttuðum við að þetta er fyrsta stefnumótið okkar frá því að við fögnuðum brúðkaupsafmæli í júní, fyrir utan korter hér og þar sem við höfum verið barnlaus síðan þá. Þetta er ólíkt okkur því við erum vanalega mjög dugleg að fara á deit, enda er það svo mikilvægt í öllum samböndum,  líka þegar maður er orðinn mamma og pabbi.

Derhúfa: Acne, Bolur: Hildur Yeoman,  Jakki: H&M, Buxur: H&M

iloveyou GSJ ..

Skyrta og buxur: Won Hundred, Vesti: 66°Norður

 

Kaupmannahafnar tips:

Ég mæli með morgunmat á Atelier September .. við höfðum ekki tíma til að stoppa í  þetta sinn svo við keyptum okkur takeaway bolla, kaffið þar er mjög gott og þau bjóða upp á vegan mat.

Það kom mér á óvart hversu margir Íslendingar, margir sem eru búsettir í Kaupmannahöfn, sendu mér á IG og spurðu um þessa verslun sem ég elska. Hún heitir Paustian og er heimilisverslun sem staðsett er í  gömlum banka, ekkert smá falleg. Aarhus aðdáendur ættu að þekkja hana betur.

Við borðuðum óvænt á The Union Kitchen, bara afþví að það var nálægt þegar við kláruðum vinnu daginn. Þar er alltaf næs ..


Vel nýttur frídagur frá handboltanum. Atvinnumaðurinn fór þó líka á auka æfingu áður en við lögðum af stað, no days off þar. Og ég fékk að kaupa mér blóm, það er must á föstudögum :)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HVERNIG DRESSA ÉG KJÓL EFTIR ÁRSTÍÐ? 

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1