fbpx

HVERNIG DRESSA ÉG KJÓL EFTIR ÁRSTÍÐ? 

DRESSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við H&M

Vetur – sumar – vor og haust – þessi gengur endalaust ..


Eins og ég hef alltaf sagt þá reyni ég að kaupa mér fatnað sem ég sé fyrir mér að geta notað á marga vegu – fínt, hversdags, vetur, sumar .. ég er orðin ansi klár í því á fullorðinsaldri en ég var það alls ekki þegar ég var yngri og gerði þá mörg léleg kaupin. Þegar H&M hafði samband við mig og bað mig að hjálpa til við að kynna þessa tilteknu haustlínu þá skoðaði ég flíkurnar og sögurnar á bak við hverja þeirra. Kjóllinn sem ég klæðist í dag er unninn úr gömlum plast flöskum ! .. en haustlínan, sem kom út í dag, 10.september, inniheldur einungis flíkur úr endurunnum efnum.

SUMAR: Þetta er svolítið það lúkk sem ég er búin að vera að vinna með í all sumar, ég er ekki mikið búin að vera að flækja hlutina heldur hef valið flipflops við allt og hennt hárinu upp í klemmu. Líður vel þannig og finnst það passa vel í þessu tilviki.

VETUR:  Ég þurfti ekki annað en að henda yfir mig hlýrri kápu og grafa upp grófa skó til að gera lúkkið haustlegra. Hatturinn er svo punkturinn yfir i-ið. Æ hvað ég er tilbúin í þetta haust og öll lögin af fötum sem við hefjumst handa við að hlaða ofan á okkur á þessum tíma árs. Danmörk er þó ekki alveg búin að ákveða sig hvort það sé vetur eða sumar .. en ég finn að haustið er handan við hornið.

Haustlínan í heild sinni er stórt skref í áttina að sjálfbærari framleiðslu hjá verslunarkeðjunni. Endurunnið pólíester, nælon og ull eru gerð úr textílafgöngum, plasti sem fallið hefur til eða blöndu af báðu. Nýju lífi er því blásið í gamlar plastflöskur, gömul föt eða textílafganga. Mikilvæg þróun í rétta átt sem mér finnst frábært að fylgjast með ..

 SJÁIÐ MITT FYRSTA “REAL” Á INSTAGRAM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Deit á leikdegi með mínum manni á mínum uppáhalds stað í Esbjerg, svo fallegt hérna –

 

Kjóllinn er úr haustlínu H&M og allur fatnaður í þesari færslu er frá H&M. 
Skórnir eru úr trylltu skólínunni hennar Andreu Rafnar minnar – svo stolt af henni. 

Vertu velkomið haust …
Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HREYFING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

Skrifa Innlegg