fbpx

ÁSTARSAGA

FÓLKLÍFIÐ

Elsku hjartans frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Bjarki Már Sigvaldsson eiga saman fallegustu ástarsögu sem áhorfendur Ísland í dag fengu að kynnast í gærkvöldi. Bjarki greindist með krabbamein fyrir 6 árum síðan og þá voru honum gefin 2 ár ólifuð. Hann stendur þó enn uppréttur með þessa mögnuðu eiginkonu sér við hlið og dásamlega, nýfædda Emmu. Því miður er hann þó kominn með þær fréttir  að nú verði ekki meira hægt að gera fyrir hann og því styttist líf þeirra saman í annan endann. Hugarfarið og sterka ástin sem þau bera með sér lætur mann stoppa og hugsa um stund – þau minna mann á að njóta allra litlu “sjálfsögðu” hlutanna í lífinu. Það verður mér innblástur út lífið að hafa fengið að fylgjast með þessari vegferð ykkar.

Ég mæli með að allir horfi á þáttinn hér að neðan.

Megið þið eiga margar góðar stundir, daga, vikur, mánuði, ár – elsku litla fallega fjölskylda.

Tár niður kinnarnar.
Elsku hjartans Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason ♥️ ástin ykkar er svo sterk og hugarfarið svo magnað – þvílíkar fyrirmyndir og hetjur. Elsku Emma er heppin að eiga ykkur sem mömmu og pabba.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AUGNAKONFEKT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Andrea

    20. November 2018

    Þetta viðtal, þetta viðhorf, þessi ást <3

    Vá !