fbpx

AUGNAKONFEKT

LÍFIÐSAMSTARF

WOMEN eða KONUR er nýr ilmur frá Calvin Klein. Hann kom í sölu á Íslandi á sama tíma og við gáfum út “Konur eru konum bestar” bolina okkar í september – skemmtileg tilviljun. Í tilefni þess var okkur, sem stöndum á bakvið KEKB sendur hann að gjöf með þeim orðum að ilmurinn stæði fyrir sterkar “power” konur – takk!
Mér finnst flaskan svo ofsalega falleg og hef hana uppi við á heimili okkar hér í Danmörku og við hlið hennar er dásamleg teikning frá Rakel Tómasdóttur (sem er einmitt hluti af Konur eru konum bestar) af auganu mínu – persónulegt og dásamlegt.

Útsýnið í augnablikinu, inni á baðherbergi rétt fyrir svefninn. Það er greinilega mjög mikilvægt að hafa ilmvötn í fallegum umbúðum … svo þær fái að njóta sín eins og hér :


EGF dropar: Bio Effect
Vasi: Finnsdottir/Alba,
Teikning: Augað mitt eftir Rakel Tómas,
Spenna: AndreA,
Eyrnalokkar: Söru Jewerly / Hlín Reykdal,
Ilmvatn: Women/CalvinKlein

Æ svo eignaðist ég þriðja augað fyrr í dag, frá elsku listrænu Ölbunni minni – dýrmætustu gjafirnar. Takk Rakel fyrir að vera svona flott fyrirmynd.


Ilmvatn og teikning í jólapakkann í ár, hjá þeim sem eiga allt? Ekki vitlaus hugmynd .. Í ár kaupið þið af Rakel en eftir nokkur ár af Ölbu ;)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA HELGARINNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    19. November 2018

    Svo fallegt!!! xxxx