fbpx

TREND TASKA SEM VIÐ HÖFUM EFNI Á

LANGARTREND

Það getur verið erfitt að taka þátt í “töskuleiknum” þessa dagana. Getum við réttlæt kaup á tösku sem kostar kannski nokkurra mánaða leigu? Það virðist þó orðinn nokkuð sjálfsagður hlutur að bera töskur frá stóru tískuhúsunum og þær rífa sko aldeilis í budduna. Auðvitað eru margir sem bara leyfa sér þetta alls ekki – eða bíða eftir tækifæri sem þessu.

Nú er von fyrir þá sem hafa beðið á hliðarlínunni – stjörnur eins og Kendall&Kylie Jenner og Gigi Hadid hafa verið áberandi með Rachel Bag frá ástralska/evrópska merkinu By Far. Taskan er einlit og einföld, án logo og því nokkuð tímalaus. Talað er um að hún sé kjörin fyrir varalitinn, kortaveskið og símann – þarf eitthvað meira?

Taskan sækir innblástur í ’90s og nafnið kemur frá okkar uppáhalds Rachel í Friends. Formið minnir á baguette og taskan er að sjálfsögðu úr leðri.

Taskan hefur verðmiðann 320 EUR á MYTHERESA, eða rúmar 43.000 ISK. Slæmu fréttirnar eru þó þær að taskan er að sjálfsögðu uppseld … í augnablikinu.

Ef þið kíkið á instagram reikning merkisins (@byfar_official) þá sést að fleiri frægar bera þeirra vörur – má þar nefna Kate Hudson, dönsku Trine Kjær, Gala Gonzalez og fleiri.

Hlaupa eða kaupa? Ég bíð spennt eftir “back in stock”!

xx,-EG-.

 

FATASALA DAGSINS

Skrifa Innlegg