fbpx

Á FORSÍÐU HM.COM

LÍFIÐSHOP
H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn

Hluti af verkefni mínu í eyðimörkinni var að taka þátt í myndatöku sem var skipulögð fyrir alla áhrifavalda sem boðaðir voru í ferðina. Ég var svo heppin að vera ein af útvöldum sem fékk þann heiður að vera notuð á forsíðu HM.com – ótrúlega gaman að sjá.

Það er ekki allt eins og það sýnist á samfélagsmiðlum því það var ansi mikið stress fyrir mig að ná á réttum tíma í tökuna. Ég átti að mæta klukkan 12 í förðun og hár en var á þeim tíma stödd í jeppasafarí, ísköld og blaut eftir rigninguna. Það endaði síðan þannig ég fékk smá förðun en náði því miður ekki að fá yfirhalningu á hárinu sem hafði rignt niður rétt áður. Smá leiðinlegt en ég reyndi að láta það ekki á mig fá og myndirnar voru bara alveg ágætar. Dressin auðvitað svo afskaplega falleg en þau valdi ég sjálf og eru mín uppáhalds úr línunni. En svo ég endurtaki mig þá á ég mjög erfitt með að velja uppáhalds dress úr þessari línu sem er mín uppáhalds úr smiðju H&M, ever!

LESIÐ MEIRA UM FERÐALAGIÐ Í HEILD SINNI HÉR

Sjáið myndirnar úr tökunni hér að neðan:

Langar þig í þennan kjól? Hann getur orðið þinn ..

Suit it up


Eru ekki annars allir hressir?

Ég er svo þakklát fyrir tækifærið og það var svo gaman að leyfa ykkur að upplifa viðburðinn með mér í beinni. Stuðið heldur svo áfram þegar línan fer í sölu í verslun H&M í Smáralind þann 21.mars klukkan 11:00. Sjáumst þar!

PSST: Þið getið unnið flík úr línunni með því að mæta á viðburðinn á fimmtudag en líka á Instagram aðgangi mínum: HÉR
Ég dreg út á miðvikudagskvöld á IG og aðra vinningshafa í verslun á fimmtudag – allir vinningshafar geta nálgast flíkurnar strax á fimmtudaginn.

xx,-EG-.

DRESS: SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    18. March 2019

    Sjúklega gaman að fylgjast með þessu ævintýri og omg fegurðin þarna
    LoveLove