fbpx

ROAD TRIP

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐSPÁNNTRAVEL

Road trip til Altea

Góðan daginn Ísland ! Alltaf er jafn gott að koma heim.  Hvað er það við þessa eyju sem við elskum svona mikið ? Ekki er það  veðrið en sennilega allt hitt.  Ég sé þó glitta aðeins í þessa gulu í dag vonandi að það haldist eitthvað, krossa putta.

Road trip er mitt “thing” eða okkar hjónanna, börnin hafa elskað það mismikið í gegnum tíðina en þegar við erum að ferðast þá finnst okkur við ná að kynnast landinu á allt annan hátt með því að keyra um og skoða mismunandi borgir, bæi og þorp.  Við plönum oft fríin okkar þannig að við fljúgum í eina borg og heim frá annari, þannig erum við búin að þræða td Ítalíu, Spán og Frakkland.   Yfirleitt situr Óli við stýrið og ég er á google og instagram að lesa mér til um staðina og skoða myndir. Það er líka  gaman að leigja bara bíl í 2 daga og skoða sig um í nánasta umhverfi.  Ég er þannig að mig þyrstir í að sjá nýja staði og skoða, það er svo skrítið að eftirminnilegustu staðirnir á mínum ferðalögum eru staðir sem ég var jafnvel ekkert spennt fyrir að sjá og besti matur sem ég hef smakkað er í litlu þorpi á Ítalíu uppi í fjöllunum á mjög óspennandi veitingastað þar sem ég fékk ítalska snilld á pappadisk  (já ég ennþá að hugsa um matinn 3 árum síðar)  þannig að ég mæli líka með opnum hug ;)

Hér kemur síðasta færslan frá Spáni í bili . . .

Við mæðgur skelltum okkur í  “road trip” í vikunni og fórum til Altea ,   ég var búin að heyra það frá vinkonum að þessi gamli bær væri svo fallegur að ég yrði að fara þangað.  Við vorum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Altea er svo dásamlega fallegur lítill bær norður af Alicante (ca 45 mínútna akstur frá Alicante).
Við byrjuðum niður við sjó og gengum upp upp upp allskonar tröppur þangað til við komum upp á topp en þar var torg og þessi fallega kirkja (sem þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan)

Uppi borðuðum við svo kvöldmat og gengum svo aftur niður.  Það var gjörsamlega ALLT fallegt þarna og ég veit hreinlega ekki hvað við tókum margar myndir, síminn var alltaf á lofti.

Ef þú ert á ferðalagi á þessu svæði þá mæli ég með að þú takir einn dag frá í Altea.

      

Takk fyrir okkur Altea

Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

LÍFIÐ Á SPÁNI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    27. July 2018

    ELSKA þennan rauða kjól þinn <33333