fbpx

DESEMBER DRESS Á TÁNUM

DRESSLÍFIÐ

Dress í desember og ég klæðist stuttbuxum á leiðinni út að borða .. ekki eins og maður er vanur en ég er byrjuð að kunna einkar vel við þetta.  Við erum að upplifa jól í sól í fyrsta sinn og ég mæli með fyrir alla að leika það eftir. Ég vildi endilega ná mynd af bleika fallega himninum sem mynaðist þegar sólin var að setjast í gær og þegar ég skoðaði myndina þá tók ég eftir því að ég var klædd í tvö af trendum 2019 og það er um að gera að segja frá því hér. Boyfriend blazer og spangir er tvennt sem hefur verið mjög áberandi á árinu. Bæði mun halda áfram árið 2020 svo þið getið endilega leikið lúkkið eftir inn í nýja árið sem bráðum heilsar okkur.

Jakki: H&M herradeild (eldgamall en það er alltaf hægt að finna sambærilega), Stuttbuxur: Klipptar Lindex gallabuxur, Skór: Bianco (gamlir), Spöng: Zara

Tölvan hefur verið lítið opnuð síðustu vikuna og ég er að reyna að halda því svoleiðis áfram á meðan ég er í fríi. Ég er samt nokkuð virk á Instagram og vona að þið séuð flest að fylgja mér þar @elgunnars

Mínar allra bestu hátíðarkveðjur yfir hafið.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

ÁRAMÓTAKJÓLL: GOLDEN GIRL

Skrifa Innlegg