fbpx

BEST KLÆDDU KONUR ÍSLANDS

FÓLKMAGAZINE

En ánægjulegt hversu margar sendu mér svona mynd með morgunbollanum í dag … annars hefði þessi grein líklega farið fram hjá mér.
Takk Morgunblaðið og lesendur Smartlands fyrir að leyfa mér að vera með í þessum flotta hópi íslenskra kvenna.

Það er skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttur hópurinn er og það sannar að vel klædd kona getur verið allskonar – eitthvað sem ég er alltaf að reyna að impra á við mína fylgjendur á blogginu. Ekkert er rétt þegar kemur að klæðaburði heldur eigum við að klæðast eins og okkur líður best – allt er leyfilegt.

Þið vitið að það skemmtilegasta sem ég geri er að sitja á góðu horni og horfa á mannlífið. Við erum öll svo einstök á okkar hátt og mér finnst svo æðislegt að greina eina og eina manneskjuna úr fjöldanum. Mæli með því sem plani inn í helgina …

Takk Rósa fyrir að taka þessar myndir sem ég birti hér að ofan.

 

 

Annars elska ég svona fylgiblöð og mæli með að þið flettið í gegnum TÍSKA fylgiblað helgarblaðsins. Sem dæmi finnið þið áhugavert viðtal við íslenska fyrirsætu sem gengur pallana fyrir stærstu tískuvöru merkin.
Meira HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: SÆNSKIR DAGAR

Skrifa Innlegg