fbpx

LE MARCHÉ: TON STÓLAR

HOME

Það er svo góð tilfinning að gefa gömlum hlutum nýtt líf – hvort sem það er fatnaður eða annað þá er hringrásin svo mikilvæg í nútíma samfélagi. Ég er sjaldan ánægðari með kaupin en þegar ég gref upp gersemar á mörkuðum. Um helgina komu þessir sænsku stólar með mér heim, þeir eru eins og nýir og passa einkar vel við danska heimilið okkar. Starfsstúlkan sagði mér að gömul hjón hefðu komið með þá fyrir nokkrum dögum og að þau hefðu verið búin að láta skipta um bastið nýlega en aðeins viljað halda 4 og látið 2 frá sér – heppin við.

Ég var reyndar með móral yfir því hvað við borguðum lítið því einn svona stóll í Artilleriet (sænsk verslun í Gautaborg sem við höldum uppá) kostar 57.000 krónur stykkið en við fengum þessa tvo á ca 15.000 krónur saman. Það kallast allavega að gera góð kaup!
Fást þessir stólar á Íslandi? Ég er ekki viss því miður ..

armchair 811 :

In the 19th century, Michael Thonet, established his first factory to create the timeless chairs with help from the bentwood-technique – the method still used today. Thonet’s essential breakthrough in production methods allowed him to produce light, strong wood, bent into curved, graceful shapes by having the wood in hot steam. This enabled him to design elegant, lightweight, durable and comfortable furniture while creating a unique segment of furniture that stands out still today.

The armchair, inspired by a model from 1930 by Josef Hoffmann, blends his interest in Art Nouveau and simple shapes with manufacturing processes applied in Bystrice pod Hostynem since 1861. The armchair is therefore more geometrical, but bears the clear features of the manual bending technique of TON.

Annars bíð ég spennt eftir nýjum stólum (brúðkaupsgjöf sem við erum loksins búin að kaupa) til að para saman við þessa.
En það að fá nýja stóla inn þýðir líka að aðrir fari út – og vonandi á nýtt heimili, þannig heldur hringrásin áfram.

xx,-EG-.

Fanø

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Daníel G.

    29. July 2019

    Ton stólar fást í Epal ;)