fbpx

Fanø

LÍFIÐ

Það hefur eintóm blíða hér á meginlandinu í þessari viku. Dagarnir skiptast því svolítið upp hjá mér en ég hef reynt að sitja við tölvuna fram yfir hádegið og notið svo ljúfra síðdegisstunda með fjölskyldunni minni. Ég man að við gerðum þetta alltaf svona þegar við bjuggum í Frakklandi (kannski einhverjir hér sem lásu bloggið mitt á þeim tíma ..) þar sem sumarið sýndi ansi háar tölur á hitamælinum og Íslendingarnir reyndu að vinna með það … það er svipuð staða núna.

Við létum loksins verða að því að heimsækja Fanø í gær. Heimsóknin hefur verið á plani í smá tíma þar sem að það er mjög auðvelt að ferðast þangað heiman frá okkur, einungis 10 mínútna bátsferð frá Esbjerg havn.

Ég tók einhverjar myndir en hefði getað tekið miklu fleiri, mig langaði svo að fanga andrúmsloftið sem var krúttlegt með eindæmum. Mæli með ef þið eruð á ferðalagi um þetta svæði í Danmörku.

Skyrta: Zara herradeild, Skór: Birkenstock (fer ekki úr þeim í góða verðinu)


Ís með flødebolle kremi ofan á – mjög svo danskt ..


Ég og Spiderman í góðum gír

 

Ströndin í Fanø er líka einstök !

Elska þau lífsgæði að geta rölt eða keyrt svona auðveldlega í paradís sem þessa. Takk fyrir okkur fallega eyja, við heimsækjum þig pottþétt aftur fljótlega.

xx,-EG-.

STÍGVÉL: JÁ EÐA NEI?

Skrifa Innlegg