fbpx

AFMÆLISKAFFI HJÁ BIRGITTU LÍF

Birgitta Líf, laganemi, sælkeri, ferðalangur og vinkona mín bauð í afmæliskaffi síðustu helgi. Hún hefur mikinn áhuga á bakstri og eldamennsku og var veislan þar af leiðandi ekki af verri endanum.

Mér fannst veislan allt of fín til að deila ekki með ykkur og því tókum við nokkrar myndir og ég fékk uppskrift að guðdómlegu kökukremi.

770A2661

770A2652

770A2649

770A2646

 Mars-rice krispies kaka með bönunum og rjóma

770A2634

Gulrótar cakepops með hvítum hjúp

770A2636

Oreo ostakaka

770A2654

 Piparostabrauðréttur

770A2642

770A2644

Súkkulaðikaka með saltkaramellukremi. Þessi kaka var jafn góð og hún er girnileg. Okkur Birgittu langaði til að deila uppskriftinni að kreminu sem var virkilega ljúffengt –

Hráefni:
1 bolli smjör
2 bollar púðursykur
2/3 bolli rjómi
½ tsk salt
3-4 bollar sigtaður flórsykur

Aðferð:
Bræðið smjör í potti á lágum hita. Þegar það er bráðið, bætið púðursykri og rjóma út í. Hrærið stanslaust yfir meðalhita þar til sykurinn er alveg uppleystur, bætið þá saltinu út í. Hækkið hitann og leyfið að sjóða (bubbla) í nákvæmlega 2 mínútur. Takið af hitanum og kælið niður. Þegar karamellan hefur kólnað vel niður (má vera örlítið volg) hrærið þá flórsykrinum samanvið, setjið þó aðeins 1 bolla í einu og hægt er að ákvarða þykktina á kreminu með magn flórsykursins. Setjið því minna ef þið viljið kremið þynnra til að smyrja á kökurnar, meira ef þið viljið setja í poka og sprauta á kökurnar.
Mæli þó með því að setja ekki meira en 4 bolla þrátt fyrir að kremið virðist ekki nógu þykkt þar sem það þykkist mjög þegar karamellann “harðnar”. Kremið verður ljósbrúnt sem mér fannst ekki nógu fallegt á svona stóra köku þannig að ég byrjaði á því að dekkja það með svörtum gelmatarlit þannig að það varð dökkgrátt, síðan spreyjaði ég yfir það með silfurmatarlit/spreyi og stráði að lokum bleiku sykurskrauti yfir.
Uppskrift fengin hjá Berglindi vinkonu Birgittu á Gotterí og gersemar (gotteri.is)

770A2662

Takk fyrir mig Birgitta <3

xx

Andrea Röfn

VINNINGSHAFI Í TRIBO GJAFALEIKNUM

Skrifa Innlegg