BY BIRGITTA LÍF

ANDREA RÖFN

Eftir að ég kláraði prófin fyrir rúmri viku hafði ég loksins tíma til að gera eitthvað skemmtilegt á Íslandi og skellti mér upp í Reykjavík make-up school til Birgittu. Hún er að klára námið sitt þar og tók létta æfingu í smokey förðun á mér. Mér finnst þetta make-up svo ótrúlega fallegt hjá henni að ég varð að deila með ykkur útkominni.

<3

Andrea Röfn

Fylgist með mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

Saga Sig x Laugar Spa

Laugar SpaSnyrtivörur

Ég sagði ykkur frá myndatöku sem við Helgi Ómars vorum saman í hér en myndirnar eru loksins komnar út!

Myndirnar eru fyrir nýja herferð Laugar Spa snyrtivörulínunnar og eru myndirnar að mínu mati alveg í takt við vörurnar – hreinar, lífrænar og náttúrulegar án allra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum xx

Myndirnar tók drottningin hún Saga Sig og um förðunina sá Ásta Haralds – dream team! Ásamt okkur Helga voru módel; stelpurnar úr Ungfrú Ísland 2016 og mamma, hönnuður línunnar.

xx

xx

Birgitta Líf

instagram&snapchat: birgittalif

Birgitta Líf: Update

Lífið

Góða kvöldið! Það eru komnar tæpar tvær vikur frá því þið heyrðuð síðast frá mér hérna inná og finnst mér ég því skulda smá update xx

Ef þið eruð að fylgja mér á samfélagsmiðlum hafið þið eflaust tekið eftir því að síðustu vikur hafa verið mjög busy hjá mér sem skýrir bloggleysið. Lokakvöld Ungfrú Ísland fór fram í Hörpunni síðastliðið laugardagskvöld og gekk allt ótrúlega vel. Sem framkvæmdarstjóri voru síðustu dagar fyrir lokakvöldið langir og strangir í að klára allan undirbúning og skilaði það sér með frábæru showi um helgina. Ég var einnig að fljúga samhliða þessu og tók litla bróðir minn m.a. með í stopp til New York sem var virkilega notalegt, meira frá því seinna. Strax á mánudaginn byrjaði ég að vinna við nýtt verkefni en það er kvikmyndin Fullir Vasar (http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/08/24/snapchat_stjornur_a_hvita_tjaldinu/) þar sem ég er production manager. Ég er dugleg að grípa tækifærin sem berast mér og fannst þetta virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni og hlakka mikið til að segja ykkur betur frá því. Á mánudaginn fór ég líka og hitti leiðbeinandann minn í mastersverkefninu mínu og fer veturinn því auk annarra verkefna í að klára eitt stykki meistararitgerð í alþjóðaviðskiptum.

Ég ætla að leyfa nokkrum myndum af snapchat og instagram frá síðustu vikum að fylgja með!

Eins og þið sjáið er í nógu að snúast hjá mér og margt skemmtilegt og spennandi á döfinni. Í allri þessari törn missti ég hundinn minn hann Tímon, ástarengilinn minn. Hann var á þrettánda ári og orðinn gamall og veikur. Það var svo ótrúlega dýrmætt að fá að kveðja hann og var kveðjustundin eins yndisleg og hún var erfið ♡

Ég er með fullt af skemmtilegum færslum í vinnslu og hlakka til að deila meiru með ykkur. Þangað til næst,

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Workout – MYNDIR

ÆfingarLífiðNikeWorld Class

Við Helgi vorum í skemmtilegu verkefni saman þegar hann var á Íslandi um daginn (meira um það seinna) og eyddum dágóðum tíma saman í kringum það. Helga langaði til að koma með mér á æfingu en við ákváðum að skella okkur saman eftir að verkefnið var búið.

Við fórum eftir lokun í World Class og nýttum því tækifærið til að smella af nokkrum æfingamyndum. Mér finnst alltaf jafn gaman að fara á æfingu – setja góða tónlist á í salnum, svitna, hlæja, dansa, taka á því, zone-a út, spjalla … Einn stærsti parturinn af því að fara á æfingu finnst mér vera félagsskapurinn. Endorfín losnar út í líkamann og mér líður alltaf betur eftir æfingu sama hvort það hafi verið þung lyftingaræfing eða bara rúll og teygjur með vinkonunum.

Þarna líður mér best!

Myndir eftir Helga Ómars

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

AFMÆLISKAFFI HJÁ BIRGITTU LÍF

Birgitta Líf, laganemi, sælkeri, ferðalangur og vinkona mín bauð í afmæliskaffi síðustu helgi. Hún hefur mikinn áhuga á bakstri og eldamennsku og var veislan þar af leiðandi ekki af verri endanum.

Mér fannst veislan allt of fín til að deila ekki með ykkur og því tókum við nokkrar myndir og ég fékk uppskrift að guðdómlegu kökukremi.

770A2661

770A2652

770A2649

770A2646

 Mars-rice krispies kaka með bönunum og rjóma

770A2634

Gulrótar cakepops með hvítum hjúp

770A2636

Oreo ostakaka

770A2654

 Piparostabrauðréttur

770A2642

770A2644

Súkkulaðikaka með saltkaramellukremi. Þessi kaka var jafn góð og hún er girnileg. Okkur Birgittu langaði til að deila uppskriftinni að kreminu sem var virkilega ljúffengt –

Hráefni:
1 bolli smjör
2 bollar púðursykur
2/3 bolli rjómi
½ tsk salt
3-4 bollar sigtaður flórsykur

Aðferð:
Bræðið smjör í potti á lágum hita. Þegar það er bráðið, bætið púðursykri og rjóma út í. Hrærið stanslaust yfir meðalhita þar til sykurinn er alveg uppleystur, bætið þá saltinu út í. Hækkið hitann og leyfið að sjóða (bubbla) í nákvæmlega 2 mínútur. Takið af hitanum og kælið niður. Þegar karamellan hefur kólnað vel niður (má vera örlítið volg) hrærið þá flórsykrinum samanvið, setjið þó aðeins 1 bolla í einu og hægt er að ákvarða þykktina á kreminu með magn flórsykursins. Setjið því minna ef þið viljið kremið þynnra til að smyrja á kökurnar, meira ef þið viljið setja í poka og sprauta á kökurnar.
Mæli þó með því að setja ekki meira en 4 bolla þrátt fyrir að kremið virðist ekki nógu þykkt þar sem það þykkist mjög þegar karamellann “harðnar”. Kremið verður ljósbrúnt sem mér fannst ekki nógu fallegt á svona stóra köku þannig að ég byrjaði á því að dekkja það með svörtum gelmatarlit þannig að það varð dökkgrátt, síðan spreyjaði ég yfir það með silfurmatarlit/spreyi og stráði að lokum bleiku sykurskrauti yfir.
Uppskrift fengin hjá Berglindi vinkonu Birgittu á Gotterí og gersemar (gotteri.is)

770A2662

Takk fyrir mig Birgitta <3

xx

Andrea Röfn

Birgitta Líf deilir smoothie-uppskriftum

VIÐTÖL

Birgitta Líf Björnsdóttir er 21 árs gömul, búsett í Reykjavík en er með annan fótinn í Kaupmannahöfn þar sem kærastinn hennar býr. Hún stundar nám við Háskólann í Reykjavík í lögfræði og lýkur hún grunnnáminu vorið 2015. Á sumrin hefur hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair. Birgitta hefur æft dans frá þriggja ára aldri en samhliða dansinum fer hún í Tabata tíma og Hot Yoga. Þá hleypur hún einnig mikið og tekur æfingar í salnum í World Class. Það er óhætt að segja að Birgitta sé iðin við það að huga að heilsunni!

Alltaf eru allar stúlkurnar jafn indælar sem ég tala við og þær meira en til í að deila með okkur uppskriftum og öðru slíku. Birgitta deilir með okkur þremur uppskriftum að hollum og góðum smoothie-drykkjum. Einn þeirra drykkja, Græna bomban, er seldur í World Class og hefur vakið mikla lukku.

birgittalifbirgitta

Það eru svona tuttugu ár í það að ég gæti skellt mér í þessa stellingu. Þetta er æðisleg mynd – mikið er örugglega gott og “frelsandi” að vera svona liðug/liðugur.

graennbirgitta

Birgitta fær sér oft Grænu bombuna, en kaupir hana þá yfirleitt í Laugum en svo býr hún hana einnig til heima.

Kreist í safapressu:
2 cm. af engiferrót 
2 appelsínur 

Hrært í blender:
Safinn úr engiferinu og appelsínunum
½ banani
½ bolli mangó
Spínat eftir smekk
Spírulínu, chia fræjum og/eða chlorellu bætt við.

jardabbirgitta

Jarðarberja smoothie:
250 ml. af möndlumjólk
Jarðarber eftir smekk
1 tsk. af akasíu hunangi
1 skeið af vanillupróteini

Þessi jarðarberja smoothie er einfaldur og virkilega góður samkvæmt Birgittu Líf. Möndlumjólkin og hunangið slær á sætindaþörfina og smoothie-inn kemur alveg í staðinn fyrir ís.

Ef jarðarberin eru ekki frosin er tilvalið að bæta við klökum, þá bæði til að þykkja og kæla drykkinn. Vanillupróteininu bætir hún við fyrir enn betra bragð, en það er ekki nauðsynlegt.

avóó

Birgitta er mjög hrifin af avókadó, hvort sem það er í salatinu, á hrökkbrauðinu eða í safaformi. Hér deilir hún með okkur uppskrift að avókadósafa.

Kreist í safapressu:
3 epli
½ sítróna

Hrært í blandara:
Safinn úr eplunum og sítrónunni
¼ avókadó
Klakar

Þetta er dásamlegt. Ég er farin beint í það að versla inn fyrir þessa djúsí uppskriftir.. ég er mjög spennt að prófa avókadósafann, enda aldrei smakkað slíkan áður. Mikið er gaman að fá að deila þessum skemmtilegu uppskriftum með ykkur. Takk fyrir þetta Birgitta, uppskriftirnar munu klárlega koma mörgum til góðs. Fyrir áhugasama þá fékk Birgitta krukkuglösin í Urban Outfitters.

Instagram Birgittu Lífar: @birgittalif

karenlind