fbpx

Birgitta Líf deilir smoothie-uppskriftum

VIÐTÖL

Birgitta Líf Björnsdóttir er 21 árs gömul, búsett í Reykjavík en er með annan fótinn í Kaupmannahöfn þar sem kærastinn hennar býr. Hún stundar nám við Háskólann í Reykjavík í lögfræði og lýkur hún grunnnáminu vorið 2015. Á sumrin hefur hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair. Birgitta hefur æft dans frá þriggja ára aldri en samhliða dansinum fer hún í Tabata tíma og Hot Yoga. Þá hleypur hún einnig mikið og tekur æfingar í salnum í World Class. Það er óhætt að segja að Birgitta sé iðin við það að huga að heilsunni!

Alltaf eru allar stúlkurnar jafn indælar sem ég tala við og þær meira en til í að deila með okkur uppskriftum og öðru slíku. Birgitta deilir með okkur þremur uppskriftum að hollum og góðum smoothie-drykkjum. Einn þeirra drykkja, Græna bomban, er seldur í World Class og hefur vakið mikla lukku.

birgittalifbirgitta

Það eru svona tuttugu ár í það að ég gæti skellt mér í þessa stellingu. Þetta er æðisleg mynd – mikið er örugglega gott og “frelsandi” að vera svona liðug/liðugur.

graennbirgitta

Birgitta fær sér oft Grænu bombuna, en kaupir hana þá yfirleitt í Laugum en svo býr hún hana einnig til heima.

Kreist í safapressu:
2 cm. af engiferrót 
2 appelsínur 

Hrært í blender:
Safinn úr engiferinu og appelsínunum
½ banani
½ bolli mangó
Spínat eftir smekk
Spírulínu, chia fræjum og/eða chlorellu bætt við.

jardabbirgitta

Jarðarberja smoothie:
250 ml. af möndlumjólk
Jarðarber eftir smekk
1 tsk. af akasíu hunangi
1 skeið af vanillupróteini

Þessi jarðarberja smoothie er einfaldur og virkilega góður samkvæmt Birgittu Líf. Möndlumjólkin og hunangið slær á sætindaþörfina og smoothie-inn kemur alveg í staðinn fyrir ís.

Ef jarðarberin eru ekki frosin er tilvalið að bæta við klökum, þá bæði til að þykkja og kæla drykkinn. Vanillupróteininu bætir hún við fyrir enn betra bragð, en það er ekki nauðsynlegt.

avóó

Birgitta er mjög hrifin af avókadó, hvort sem það er í salatinu, á hrökkbrauðinu eða í safaformi. Hér deilir hún með okkur uppskrift að avókadósafa.

Kreist í safapressu:
3 epli
½ sítróna

Hrært í blandara:
Safinn úr eplunum og sítrónunni
¼ avókadó
Klakar

Þetta er dásamlegt. Ég er farin beint í það að versla inn fyrir þessa djúsí uppskriftir.. ég er mjög spennt að prófa avókadósafann, enda aldrei smakkað slíkan áður. Mikið er gaman að fá að deila þessum skemmtilegu uppskriftum með ykkur. Takk fyrir þetta Birgitta, uppskriftirnar munu klárlega koma mörgum til góðs. Fyrir áhugasama þá fékk Birgitta krukkuglösin í Urban Outfitters.

Instagram Birgittu Lífar: @birgittalif

karenlind

Heimildarmyndin um Tiasha og Atreye

Skrifa Innlegg