fbpx

BALMAIN X H&M

FÓLKFRÉTTIRH&M

Góðan daginn! Í fréttum er þetta helst.

bl11304441_10152918481722568_318780951_n

Í nótt fengum við það staðfest að næsti gestahönnuður H&M er franska tískuhús Balmain! Munar ekki um minna!Súpermódelin Kendall Jenner og Jourdan Dunn birtu báðar mynd á Instagram í gærkvöldi með yfirhönnuð tískuhússins, Olivier Rousteing, þar sem þær skrifuðu: “We have some big news”. Síðar um kvöldið gengur þær rauða dregilinn á Billboard Music Awards þar sem þær klæddust hönnun Balmain x H&M. Þannig sprungu fréttirnar út og ég sá ekkert annað á meðan ég fletti niður Instagram yfir morgunbollanum. Þið líka? Gleðilegt!

image-1 image-2 imagebBalmain1

Fatalínan mun innihalda fatnað og fylgihluti fyrir bæði kynin og kemur í búðir þann 5 nóvember. Nú bíðum við allar spenntar eftir haustinu !! Þetta verður eitthvað ….

xx,-EG-.

  Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LE MARCHÉ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1