fbpx

FÖSTUDAGSLISTI

FerðalagFöstudagslistiLífiðPersónulegtTíska

Gleðilegan föstudag! Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum föstudagslista – ég hef ekki gert það í nokkrar vikur svo hér kemur hann.


Blazer – HM herradeild
Bolur – Balmain
Stuttbuxur – COS
Skór – Nike M2K
Taska – Gucci

Butchers Daughter – Avocado Toast og Chai Latte

Föt dagsins:
Í morgun fór ég í vinnuna í mjög basic fötum, blazer frá Mango, Levis gallabuxur, hvítur bolur og Nike M2K Tekno sem eru mínir allra uppáhalds skór.

Skap dagsins:
Ég er frekar þreytt eftir mikla vinnutörn og tekur við annar vinnudagur á morgun. En annars bara spennt fyrir kvöldinu þar sem ég er að fara hitta mína vinkonur og njóta með þeim.

Lag dagsins:
Er ekki búin að vera hlusta mikið á tónlist uppá síðkastið. Er meira búin að vera hlusta á podcast og þá aðallega Milliveginn og The Health Code og mæli innilega með þeim báðum. 

Matur dagsins:
Í kvöld er ég að fara á Flatey að fá mér mína allra uppáhalds pízzu – Marinara. Einföld og sjúklega bragðgóð!!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að fara til New York í vinnunni. Átti mjög góðan dag þar, labbaði alla Manhattan, fékk mér sjúklega góðan mat (himnaríki fyrir grænkera!). Mæli þá mest með Butchers Daughter og By Chloes. Kíkti í tvær gorgeous vintage búðir – What goes around comes around og The RealReal. Labbaði tómhent út í þetta skiptið en hefði getað keypt mér alltof mikið! 

Óskalisti vikunnar:
Langar mjög mikið í fleiri Levis gallabuxur – á nú þegar 5 þannig en ég vil finna mér vintage snið sem eru mjög víðar. Ætla að kíkja í vintage búðirnar í Reykjavík á næstunni í von um að finna einhverjar flottar Levis. 

Plön helgarinnar:
Er að vinna aðeins þessa helgi en annars er það auðvitað að horfa á Eurovision og mögulega kíkja eitthvað í bæinn á sunnudaginn. Eruði með einhverjar ábendingar fyrir góðan brunch í bænum? Er alltaf á sömu stöðunum og langar svo að prufa einhverja nýja staði – endilega látið mig vita <3 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

VINTAGE D&G

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  19. May 2019

  ELSKA föstudagslitana þína! xxxxxxx

  • Hildur Sif Hauksdóttir

   21. May 2019

   Æj takk elskuleg! Væri til í að sjá föstudagslista frá þér <3