10 ÓSKIR FYRIR VETURINN

Óskalistinn

Áður en ég dembi mér í árlegu jólagjafahugmyndirnar þá mátti ég til með að setja einn óskalista saman fyrir mig – 10 óskir. Ég hef undanfarið verið nokkuð sparsöm og er orðin mjög passasöm upp á það hvaða hlutir bætast við heimilið okkar. Það er þó erfitt að vera sparsamur þegar manni vantar hreinlega hluti eins og í mínu tilfelli núna en þar má nefna krem, maskara, húfu, jógahandklæði og annað fínerí – sem er klárlega nauðsynlegt fyrir sálina eða er það ekki annars?

// Húfa frá COS, ég hef átt eins í bleiku en týndi henni því miður. // Svartar morgunverðaskálar frá Bitz sem ég er nýbyrjuð að safna, fást t.d. í Dúka, Snúrunni og Bast. // Kertastjaki og glervasi frá Ikea, sé fyrir mér að það sé fallegt að setja smá jólapunt ofan í. // Steingrá rúmföt frá Winston Living, sá líka svona kolsvört sem eru væntanleg – hrikalega flott. Sjá meira úrval hér. // Hvatningararmband frá Daniel Sword, ég gæti hugsað mér fleiri í safnið, Dúka. // Tyrkneskt handklæði frá TAKK home, sjá sölustaði hér. // Ég er lítið fyrir að prófa endalaust af snyrtivörum, ef ég finn eitthvað sem er gott þá vil ég nota það áfram. Clinique eru góðar vörur og eruð þið að sjá hvað þessar umbúðir eru fallegar á litinn♡// Mjúkur og loðinn púði frá Ikea. // Gyllt ígulker sem borðpunt, einstaklega fallegt og svo öðruvísi en við sjáum oft, frá Winston Living.

COS X HAY

Hönnun

Ég á til með að sýna ykkur afrakstur samstarfsins á milli COS og HAY sem ég sagði ykkur frá um daginn. Línan er í heild sinni mjög smekkleg en það er í raun ekki verið að kynna mikið af nýjum vörum til sögunnar, þetta er í rauninni bara vel valin samsetning úr núverandi vöruúrvali Hay sem er jú gífurlega mikið, en þessir hlutir eru taldir höfða til kúnnahóps Cos og ég er ekki frá því að það sé rétt. Þarna ræður einfaldleikinn ríkjum og ekkert of mikið punt og prjál, mikið í anda Cos:) Heildarlínuna er hægt að skoða frekar hér – 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

COS & HAY Í SAMSTARF

Hönnun

Þegar að tvö uppáhalds merkin manns hefja samstarf þá er von á einhverju hrikalega góðu. Línan COS X HAY sem stíluð er inn á nútímaleg heimili verður frumsýnd á netinu og í völdum verslunum föstudaginn, 4. september.  S P E N N Ó !

coshayAW15HAY01_12_0

Hversu skemmtilegt væri það nú ef stóru hönnunarmerkin myndu feta í fótspor H&M sem gefur reglulega út línur í samstarfi við heimsþekkta hönnuði, og gera þetta að reglulegum viðburði eins og það sem COS & HAY gera núna, ég er alveg viss um að slíkt myndi slá í gegn! Mitt hönnunarhjarta slær að minnsta kosti hraðar við svona fréttir. Ég býst við einhverju mjög töff frá þessu samstarfi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

GLUGGAKAUP

COPY/PASTESHOP

Gluggakaup dagsins eru þessir dásemdaskór frá COS. Halló halló hér kem ég … heppin að það er opið!


photo 1

 


photo 2

Þeir minna mig óneitanlega á aðra sem gengu tískupallana hér um árið. Hafa verið áberandi núna í sumar frá Maryam Nassir Zadeh.

Copy / Paste ?

Ég er hrifnari af þessum sem ég klæðist að ofan. Kannski að þeir rati í mína innkaupakörfu?

Kosta 125 Evrur , ég læt það nú sleppa ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Annað Dress: Vinnudress

Annað DressLífið Mitt

Ég var heima í gær með lítinn veikan strák – ekki það að hann sé neitt veikur eða hafi verið það í gær. Elsku Tinni Snær hefur núna tvisvar á bara örfáum dögum fengið allt í einu hita sem fer jafn fljótt og hann kemur. Ég er eiginlega á því að kenna tanntöku um málið en það bólar ekki á neinni.

Sjálf er ég yfir mig ánægð í vinnunni – ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á hverjum degi, ég vinn á mjög líflegum vinnustað með skemmtilegu fólki. Ég hef unnið á J&L í 4 og hálft ár – 3 ár vann ég í móttökunni en nú hafa áherslurnar færst yfir í samfélagsmiðla og bókhald. Ég verð því að viðurkenna að ég saknaði smá vinnunnar í gær – það var samt æðislegt að fá að vera heima með Tinna, alls ekki misskilja mig. Ég plataði eina samstarfskonu mína til að smella af mér mynd fyrir framan smámunahilluna í móttökunni hjá J&L – hér sjáið þið mig í mínu daglega umhverfi í þægilegu en flottu (alla vega finnst mér það) og týpísku vinnudressi!

vinnudressBuxur: Vila
Bolur: Cos í Kaupmannahöfn
Peysa: Vila
Skór: Din Sko í Malmö

Ég elska að vera í þægilegum fötum í vinnunni – best finnst mér að vera þannig klædd að mér líði bara eins og ég sé í heimagallanum en samt fín. Þannig leið mér þennan fína dag í vinnunni. Múrsteinslitaði bolurinn lífgar dressið við og buxurnar eru svo þægilegar og stílhreinar. Það er til peysa í stíl við buxurnar en ég ákvað að sleppa henni í þetta sinn bara svo þið mynduð nú ekki gefast uppá stelpunni sem gengur bara í matching flíkum!

Ég er svo alveg sannfærð um það að skórnir séu bara bestu skókaup sem ég hef gert í langan tíma.

EH

JÓLALÍFIÐ

LÍFIÐ

Gleðileg jól kæru lesendur.

Vonandi áttuði góða kvöldstund með ykkar fólki. Það eru forréttindi að eiga eina fjögurra ára snót sem að hélt uppi fjörinu á okkar aðfangardagskvöldi. Ljúf jólastund.

1497724_10152108775331253_767001653_nÞó að aðfangardagskvöld hafi verið ljúft þá neita ég því ekki að Jóladagurinn er alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Í þessum gír fram eftir degi …

4ff889ce6d5811e39ec00e54cc00666d_8

Ég henti yfir mig nýrri jólapeysu sem að leyndist í einum af pökkunum. Frá COS .. en ég sé að hún hefur verið sett á útsölu á netinu fyrir áhugasama.

Góðar stundir –

xx,-EG-.

FREISTINGAR Í COS

SHOP

IMG_6308

Ég upplifi freistingar í hvert einasta skipti sem að þessi uppáhalds verslun er heimsótt.
Fallegu snið á gæðaflíkum í jarðlituðum tónum. Beisik og langlífur fatnaður og á góðu verði.  Það segir sig sjálft að það er mjög auðvelt að sannfærast um að kaupin séu góð. Allavega þegar að ég sannfæri sjálfa mig.

Engin flík að þessu sinni. En eitthvað af þessum hefðu mátt koma með mér. Engin spurning.

Umvafin tímalausum flíkum … þá er auðvelt að freistast.

xx,-EG-.

COS

FötMyndirNýttPersónulegtVerona

IMG_5989

IMG_5993

IMG_6005

IMG_6035

IMG_6036

IMG_6113

IMG_6106

Eins og ég hef áður talað um að þá var COS að opna hér í miðborg Verona mér til mikillar ánægju. Ég hafði aldrei áður farið inn í þá búð en hafði einungis heyrt um hana t.d hér á Trendnet og var því mjög spennt fyrir þessari nýju opnun. Heimasíðan þeirra er ekkert rosalega flott að mínu mati og því miklu skemmtilegra að sjá fötin “live”. Ég mæli auk þess með því að þið mátið fötin áður en þið kaupið þau því stærðirnar eru mjög stórar. Ég tók t.d 34 í þessum kápum en ég tek venjulega 36.

Það kom mér á óvart hvað flíkurnar eru í góðum gæðum og á mjög fínu verði miðað við hversu góð fötin eru. Ég átti einmitt samtal við glæsilega konu um daginn sem á og rekur fataverksmiðju hérna í Verona og hún vildi meina að COS væri með lang bestu gæðin af þeim mainstreem búðum sem eru í gangi og er ég hjartanlega sammála henni.

Báðar kápurnar hér að ofan kosta u.þ.b 200 evrur og eru algjörlega hverrar krónu virði. Efnið í þeim er svo flott og þær munu vafalaust koma að góðum notum á köldum ítölskum vetrardögum en veturnir hér í Verona eru frekar kaldir, ólíkt því sem margir halda :-)

Föstudagsblómin eru svo á sínum stað en þessi sem er búinn að vera sárlasinn alla vikuna fékk að setja þau í vasann í þetta skiptið ( og sulla með vatnið í blómavasanum í leiðinni ).

Góða helgi !

SHOPPING

FötHeimiliHönnunMyndirNýttPersónulegtVerona

IMG_4429IMG_4423IMG_4403IMG_4414

IMG_4436

dolcegabbana-t-shirt-limited-edition

Við erum að fara heim til Íslands á morgun og því kíkti ég aðeins í bæinn áðan og keypti ný vetrarföt á liðið. Ég sá að það snjóaði á Akureyri þannig það veitir greinilega ekki af hlýjum fötum !

Í þessum fína Dolce & Gabbana poka hér að ofan er meðal annars þessi herra stuttermabolur með mynd af Messi en allur ágóði af sölu bolanna rennur til Leo Messi Foundation. Eins og við flestum vitum að þá er hann mjög fátækur greyið og því veitir ekki af að styrkja kauða. Fyrst ég lét það eftir mér að kaupa þennan bol fyrir Emil að þá er ágætt að það leiði eitthvað gott af sér og þannig réttlætti ég þessi kaup í þetta skiptið ;-)

COS var að opna í bænum og ég er alsæl með nýju fötin mín þaðan og svo keypti ég mér líka leðurskó frá Golden Goose en Golden Goose er að tröllríða öllu hér á Ítalíu þessa dagana.

Ég hlakka til að sjá ykkur heima á Fróni, vel klædd og í góðum gír – bæ í bili !

XO

Úr mátunarklefa COS.
Ég er svo sjúk í kopar en rauða fer mér kannski betur?

ot ph

Fyndið hvað ég verð upp spennt í þessar haustvörur þegar að ég fel mig fyrir hitabylgjunni úti, inni í loftkælingunni.

xx,-EG-. (posted from my iPhone)