fbpx

DRESS: UPPÁHALDS TÍMINN Í BORGINNI

DRESSLÍFIÐ

Góða kvöldið frá Kaupmannahöfn !

Hér er ég stödd á enn einni dönsku tískuvikunni þar sem ég anda að mér straumum næsta tímabils. Hönnuðir sýna haustið 2020 og það lofar góðu. Það er ótrúlega ánægjulegt að sjá hröðu breytinguna sem er að eiga sér stað í umhverfisvænni hugsun hjá mjög mörgum merkjum, reyni að koma með sérstaka færslu um það við tækifæri. Í þetta sinn ætlaði ég bara rétt að kasta á ykkur kveðju, komin upp í rúm eftir langan dag á rölti á milli staða. Æ hvað var gaman í dag! Ég er svo heppin að vera tengd inn í besta tískuteymið og er því aldrei einmanna með góða partnera mér við hönd … þetta væri ekki jafn gaman án þeirra – þið vitið hverjir þið eruð.

Í dag klæddist ég –

Sett: GANNI (elska litinn), Kápa: COS (herra), Skór: Vagabond, Hattur: 66°Norður

Þægindin uppmáluð!

Annars getið þið fylgst vel með ferðum mínum á IG story, HÉR
Trendnet er að sjálfsögðu í beinni þar líka, HÉR

Danskar tískukveðjur <3

xx,-EG-.

COPY/PASTE

Skrifa Innlegg