fbpx

NÚ ER VEÐUR FYRIR LEÐUR

FASHIONMAGAZINETREND

Gleðilegan föstudag, kæru lesendur!
Lífið, fylgirit Fréttablaðsins kom út í dag og þar finnið þið tískubabl vikunnar frá mér. Við erum örugglega allar sammála um efni dagsins. Leðurbuxur eru musthave í fataskápinn.

led

Það er ein flík sem við þreytumst ekki á í fataskápnum – leðurbuxur. Ef þú átt þær ekki til þá ættu þær að vera næstar á innkaupalistanum. Trendið hefur haldist lengi inni og virðist ekki vera á undanhaldi fyrir veturinn.

Micah Gianneli_Jesse Maricic photographer_Controle Creatif_Micah 2 3 4 5 6 7

Í flíkinni er mikið notagildi og hægt er að klæða hana upp og niður eftir tilefni. Buxurnar virðast henta öllum aldurshópum en þó í mismunandi útfærslum. Allir ættu að geta nýtt sér trendið, sama hvaða hlutverki við gegnum í samfélaginu. Paraðu þær við prjónapeysu og grófa skó eða strigaskó í hversdagsleikanum en dragðu fram hælana og skyrtu fyrir fínni tilefni. Hvernig sem þú klæðir þær þá er þetta flíkin sem gefur okkur þetta extra sem við leitum eftir í lúkki. Þetta snýst um að finna par sem hentar þínum vexti og blanda þeim við topp og skó sem gefa okkur áreynslulaust og snyrtilegt lúkk.
Leðurbuxur eru ein af þeim flíkum sem hátískan blandar inn í fatalínur sínar hvað eftir annað. Þó línur hönnuðanna breytist eftir tímabilum þá virðist þessi flík alltaf ná að halda sér á pöllunum.

Úrvalið hér á landi er mikið þessa dagana og hér að neðan eru kauphugmyndir úr mismunandi verslunum.

VILA

VILA

Zara

ZARA

Topshop

Topshop  F&F

F&F Lindex_

LINDEX

Selected
SELECTED

Er þetta sú flík sem fer aldrei út tísku?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

AIRWAVES SKÓRNIR?

Skrifa Innlegg