fbpx

COS, & OTHER STORIES, WEEKDAY .. OG NÚ ARKET

FRÉTTIRH&MSHOP

Tískurisinn H&M heldur áfram að breikka úrval sitt af verslunum og nú í vikunni kynntu þau nýtt concept sem hefur verið í undirbúningi í 2 ár.

hm-new-brand-arket-main-1200x800
Verslunin Arket mun opna í London á Regent street nú í haust. Slagorðið er “Style Beyond Trend” og vísar í að vörurnar verði tímalausar og klassískar. Verslunin mun bjóða uppá vörur fyrir menn, konur, börn og heimilið og verður verðmiðinn eitthvað hærri en við erum vön í H&M. Arket mun innihalda þeirra eigin vörur ásamt því að taka inn vel valin merki.

Ég er mjög spennt fyrir þessari nýjung og það kæmi mér ekki á óvart að verslunin yrði í uppáhaldi undiritaðrar. Nafnið Arket vísar í Market og þetta verður eins konar markaður sem býður uppá vel valið úrval af því mesta sem við höfum þörf á. Ekki skemmir fyrir að flestar verslanir munu innihalda kaffihús með hollum kosti frá Skandinavíska eldhúsinu. Lýsingin á vörununum passar einnig fullkomlega við minn stíl – “the focus is quality in simple, timeless and functional designs”.

Ég held að það verði mjög eftirsóknarvert fyrir vörumerki að komast inní verslunina. H&M hefur verið smá gagnrýnt hér í Svíþjóð undanfarið fyrir að vera orðin hálfgerð “unglingabúð” og með þessum skrefum virðast þeir vera að svara þeirri gagnrýni. Þeir höfða hér til eldri kúnna með örlítið meira fé milli handanna.

Ég er búin leita lengi á netinu eftir flíkum eða vörum frá versluninni en þeir virðast halda því algjörlega leyndu. Það eina sem ég fann var peysan að neðan sem virkar mjög kósý og klassísk inní haustið.

p11_rgb-03-500x277

Fyrsta verslunin opnar semsagt í London og síðan eiga fleiri borgir að fylgja í kjölfarið – vonandi er Reykjavík á blaði hjá þeim :)

Sjáumst í Arket?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP15 hjá i+i

Skrifa Innlegg