fbpx

PETIT STORIES

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Við mæðgur létum plata okkur í smá bumbugigg á dögunum fyrir vinkonur okkar í Petit. Ég er svo stolt af því að fylgjast með kröftugum konum láta drauma sína rætast og það er svo sannarlega staðan hjá Linneu, eiganda Petit. Ég hef fylgst með henni frá fyrsta degi í þessum öfluga rekstri en verslunin byrjaði einungis á netinu áður en hún opnaði í pínulitlu rými í Grímsbæ og hefur stækkað án vaxtaverkja síðan þá. Í dag eru þau stödd í Ármúla í stóru plássi með marga fastakúnna, þau hafa opnað verslun í Stokkhólmi og startað sínu eigin barnafatamerki meðhliða. Merkið umrædda er Petit Stories sem ég klæðist hér að neðan – mjúk gæða bómullarföt úr eco efnum .. Hönnunarteymið eru Fríða Gauksdóttir og Linnea Ahle sem vita hvað þær eru að syngja.

Meðgöngukjóll fæst: HÉR

Við fengum að taka svona sett með okkur heim og ég get svo sannarlega mælt með. Á líklega eftir að nota áfram eftir barnsburð þar sem ég sé notagildi í því við brjóstagjöf. Fæst: HÉR

Skoðið Petitstories á ungana okkar hér
Skoðið Petitstories meðgöngufatnað hér

Petit Stories hannar ekki eingöngu fatnað á börn og mæður heldur finnum við líka aðrar vörur eins og sængurföt, leikföng og aðrar nothæfar vörur fyrir mæður og börn.

Takk fyrir okkur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNNUDAGS SÆLA HINU MEGIN VIÐ FJALLIÐ

Skrifa Innlegg