fbpx

SUNNUDAGS SÆLA HINU MEGIN VIÐ FJALLIÐ

LÍFIÐ

Talsmaður Hveragerðis? Það mætti halda það ..

LESTU LÍKA: DRESS: HVER RÖNDÓTTUR

Ég átti svo dásamlegar stundir hinu megin við fjallið í blíðviðri um helgina. Tilefnið var að nýta loksin afmælisgjöf sem við gáfum Andreu fyrir rúmu ári síðan. Mæli með því að leika þetta deit eftir en við notuðum sólríkan sunnudag í göngu inn Reykjadalinn, með nesti og sundföt með í för. Þegar niður var komið tékkuðum við okkur inn hjá Gróðurhúsinu þar sem við gistum eina nótt. Boð sem kom áður en þetta nýja hótel opnaði en síðan þá hefur það svo sannarlega gert mikið fyrir blómríka bæinn.

Ég er komin langt á leið á þessari meðgöngu og ætlaði mér ekki endilega í þessa göngu en ákvað svo að slá til. Sé ekki eftir því – vítamínsprauta! Fjöll og sund eru svo sannarlega það besta við Ísland að mínu mati – orka sem við finnum ekki annarsstaðar.

 

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Brot af því besta á lagersölu Andreu

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1