fbpx

AÐ SJÁ FEGURÐINA Í LITLU HLUTUNUM

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Loksins í mömmó, þó fyrr hefði verið passaði vel við Instagram innlegg helgarinnar sem sýndi mín fallegu móment síðutu daga sem öll snúa að undirbúningi barns. Síðustu vikur hafa verið rosalega busy en nú hef ég loksins gefið mér tíma í baby undirbúning og það hefur verið vel metið. Öll þessi móment voru svo falleg og létu mig fá smá skilning á því að þetta sé raunverulega rétt handan við hornið, nýtt barn í fjölskylduna. Við hlökkum svo til að taka á móti litlu systur sem má koma þegar passar henni best, þegar þetta er skrifað er ég gengin fulla meðgöngu.

Ég svara hér að neðan nokkrum spurningum sem bárust mér á Instagram –

Þó það sæist aðeins glitta í vögguna þá voru flestar spurningar um hana. Æ svo falleg babyshower gjöf frá mínum bestu konum. Fæst í Petit og HÉR

Kommóða: OPJET PARIS/La Boutiqe, fæst HÉR (á 20% afslætti þessa dagana)
BABY bók: Gjöf frá MoaogMia, fæst: HÉR
Ljósmynd: Mynd sem ég tók á hlaupum á símann við danska stöðuvatnið mitt, Svanurinn, vinur minn fallegi

Kommóða, önnur stærð: HÉR

Hvar kaupir þú gjafahaldara? Síðast notaði ég mest þessa týpu frá Lindex, Fæst: HÉR
Á 20% afslætti þessa dagana, kemur í nokkrum litum.

AD/

Fjólubláu Lansinoh vörurnar hafa reynst mér vel áður og því fer ég stolt í samstarf með merkinu í vetur. Ég hef fengið svakalega mörg tips um COLD & WARM sem ég hef þó ekki reynslu af sjálf. Þetta dömubindi fær að vera í frysti þangað til eftir fæðingu og getur vonandi hjálpað til við að draga úr bólgum eftir átökin sem framundan eru. Þetta er eina varan sem ég var spurð út í á Instagram og því fær hún sitt pláss í þessari færslu. Annað fer ég betur yfir síðar.

,,Lansinoh Cold & Warm Post-Birth Relief Pad eru púðar sem hægt að nota bæði sem kæli og hita meðferð til þess að róa og draga úr sársauka eftir fæðingu. Kælimeðferð er notuð til þess að kæla sárt og bólgið svæði, gyllinæð eða óþægindi eftir keisaraskurð. Hitameðferð er t.d. hægt að setja á kviðinn til þess að róa og draga úr krampa í legi sem algengt er eftir fæðingu”

Lansinoh Cold & Warm fæst: HÉR


Bolli: KER
Kaffi: Númer 4 frá Sjöstrand er koffínlaus –  mæli með fyrir óléttar konur. 

Krúttlegi fyrsti þvottur og fína skiptitaska sem mun fylgja mér á fæðingardeildina en líka undir vagninum næstu misseri.
Taska: HÉR

Fegurðin í litlu hlutunum …

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Á ÞRIÐJU MEÐGÖNGU UPPGÖTVAÐI ÉG MEÐGÖNGUFATNAÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1