fbpx

SMÁFÓLKIÐ: GRAY LABEL

LÍFIÐSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ
Samstarf: DIMM
Mér finnst ég lánssöm að fá auka samveru með Gunnari Manuel á þessum sólríka föstudegi,  það er starfsdagur í leikskólanum.
Við kynntumst æðislegu hollensku barnafatamerki fyrir nokkru síðan sem mig langar að segja ykkur frá, Gray Label, fæst í verslun DIMM hérlendis. Um er að ræða minimalísk barnaföt úr hágæða lífrænni bómull. Basic er best .. alltaf hreint í kringum mig, þið eruð farin að þekkja það.
Flest öll fötin eru unisex og nýjasta línan inniheldur einnig hettupeysur fyrir fullorðna (!) , ef þið viljið vera í stíl við smáfólkið.
Við erum voðalega hrifin af einfaldleikanum og hversu mjúkar og góðar flíkurnar eru. Sjón er sögu ríkari –

Dásamlega mjúka og góða uppáhalds sett. Buxur: HÉR, síðerma bolur: HÉR
.. í nokkrum fallegum jarðlitum

Klútur: HÉR
.. líka hægt að nýta sem hárband

Smekkbuxur fást: HÉR
.. í stærðum 1-6 ára


September sæla, takk.

Mest langar mig að leyfa ykkur að koma við fötin, þvo þau og sjá gæðin eftir mikla notkun. Það er algjörlega frábært hvað þau halda sér vel og lengi og ganga á milli barna. Í Hollandi gengur merkið það langt í staðreynd sinni um gæði að þau bjóða viðskiptavinum sínum upp á að kaupa 3-6 mánaða, koma og skila flíkum þegar þær verða of lítil og taka þá næstu stærð – frábær þjónusta og merki um sannleika í gæðum efnisins. Því miður er þessi þjónusta ekki í boði hérlendis (ekki ennþá í það minnsta) en þetta segir okkur allavega að við getum látið fötin ganga milli barna, sem er mikilvægur kostur. Fötin koma í mjög breiðu stærðarbili, allt frá minnstu ungbarnastærð og upp í 12 ára aldur.

Klútur: HÉR, Leggings: HÉR, Bolur: HÉR

Gaman saman ..

 Mér finnst ungbarnafötin sérstaklega falleg og ég mæli með að þið skoðið úrvalið HÉR – æ sjá þessi sætu sett í ljósum tónum, samfellur, samfestinga og svo ekki sé minnst á háu sokkana og sokkabuxur í sömu litapallettu.

Sæta samfella .. 

Takk fyrir okkur Gray Label & DIMM

Happy shopping og góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HELGASPJALLIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    29. September 2021

    litli sæti besti! <3