fbpx

HELGASPJALLIÐ

LÍFIÐ

Þá náði hann mér loksins í Helgaspjallið, blessaður.

Við erum búin að reyna í lengri tíma og æ það var voða afslappað og ég vona að ykkur líki vel. Ég er að sjálfsögðu bara að mæla út frá minningu því ég er ekki búin að hlusta sjálf og mun ekki hlusta (hlusta aldrei á eigin viðtöl) svo segið mér gjarnan hvað ykkur finnst, kannski með því að skilja eftir komment hér að neðan eða merkja mig á Instagram story.

Við fórum yfir lífið almennt, hann spurði mikið út í samband okkar Gunna, börnin, flutningana heim og breytingarnar á lífinu. Að sjálfsögðu ræddum við Trendnet og ferðalagið þar síðasta áratuginn en við Helgi höfum bæði bloggað á þesssum ágæta miðli frá stofnun síðunnar árið 2012.

Takk fyrir þig, Helgi.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HVÍTAR SKYRTUR DETTA ALDREI ÚR TÍSKU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1