fbpx

BLEIKA SLAUFAN #FYRIRMÖMMU

ALMENNTINSPIRATIONLÍFIÐ

14528214_10154086668257568_441973830_n14509303_10154086668382568_838305014_n

 

White on white eða red on red … það er greinilegt að sumir voru með þetta in the 80s. ; )

 

Október er að ganga í garð og þá byrjar hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands. Í ár verður áherslan lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og forvarnir fyrir konur á aldrinum 40–69 ára, sem eru stærsti áhættuhópur brjóstakrabbameins. Allur ágóði af sölu slaufunnar fara í kaup á nýjum tækjum til brjóstamyndatöku.

Þrátt fyrir að brjóstakrabbamein sé almennt kvennasjúkdómur þá snertir hann okkur öll og allir þekkja konur sem eru þeim kærar. Þá er mamma okkar yfirleitt nærtækt dæmi því að öll eigum við jú, eða höfum átt, mömmu. Herferðin í ár snýr að því að sýna mömmum þakklæti fyrir allt sem þær hafa gert fyrir okkur og að styðja þær, og allar konur, í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Mömmur eru bestar. Ég er svo heppin að hafa alla tíð átt tvær, stundum finnst mér eins og að ég eigi fleiri með allar þessar góðu konur í kringum mig. Þið þekkið kannski tilfinninguna.

Nú erum við hvött til að minna á söluna á bleiku slaufunni með því að merkja gamlar myndir með merkingunni #fyrirmömmu á samskiptamiðlum. Þetta er mitt innlegg í að vekja athygli á málefninu.
Ég ætla að kaupa bleiku slaufuna í ár, #FYRIRMÖMMU. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

LANGAR: MOKKASÍUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1