fbpx

FÁNALITIR Á FINGURNAR

BEAUTYLÍFIÐSAMSTARF

Blárhvíturrauður, litirnir í íslenska fánanum sem mér finnst tilvalið að mæla með á neglurnar núna. Eitt af mínum uppáhalds Essie lökkum er hvítur ´blanc´ sem er sömuleiðis sá mest seldi hjá merkinu hérlendis. Ég sýndi nokkra næs úr vetralínunni HÉR í desember mánuði en nú er það ÁFRAM ÍSLAND því síðar í dag fer fram afar mikilvægur leikur í handboltanum þegar Ísland mætir Svartfjallalandi. Lökkum neglurnar og málum kinnarnar og svo bara allir reddý klukkan 14:30 við skjáinn?

Ætli þessi handbolti sé ekki líka eitt af G vítamínum þjóðarinnar í veðurviðvörunum, held það ..

feelin´amped & blanc á mínar neglur í dag.
Ég keypti bláa á 30% afslætti í Hagkaup fyrir áhugasama.

LESTU LÍKA: ESSIE JÓL – MÍNIR UPPÁHALDS VETRAR LITIR

Ég lakkaði mínar á einfaldan hátt sem allir geta leikið eftir, blátt og hvítt til skiptis, einungis fremst á neglurnar.

Sjálf valdi ég að hafa línuna villta en ef þið viljið hafa beina línu þá er ekkert mál að festa teip á neglurnar fyrst og lakka svo – smekksatriði.

Blár fæst: HÉR
Hvíti fæst: HÉR

Öll naglalökkin frá Essie eru vegan, innihalda 8free formúlu og eru cruelty free.

Svo er það bara að klæða sig í rauðan bol við blá/hvítu neglurnar og byrja að hrópa Áfram Ísland fyrir framan skjáinn.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÍSLENSKT SUND ER MITT G VÍTAMÍN

Skrifa Innlegg