fbpx

HEIMUR CHANEL ILMANNA

BEAUTYFASHIONSAMSTARF

Bonjour frá ó minni bestu Parísarborg.

Eins og þið sem fylgið mér á Instagram vitið þá er ég stödd hér að þessu sinni í tískuborginni í boði Chanel. Tilefnið er ilmvatns exhibition sem frumsýnt var í gær en húsið hefur nú verið opnað almenningi. Ég get fullyrt að þetta er sýning sem þið viljið alls ekki missa af. Þið þurfið ekki að kunna að meta tísku, fegurð eða förðun til að hafa gaman af heimsókn. Þó við fáum að kynnast sögu ilmanna ýtarlega þá er það aðalega leikur og gleði sem stendur uppúr minni upplifun og ég veit að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Sýningin stendur opin til og með 9.janúar og það er FRÍTT inn.

 

TRYGGIÐ YKKUR MIÐA HÉR

Eins og AndreA kom inná þá tekur fjölleikahús á móti gestum við komu og út frá miðju mæta manni fimm ólík rými sem hvert og eitt leiða okkur í mörg mögnuð móment sem hreyfa við öllum skynfærum – heimur ilmanna. LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL er tilfinningalegt ferðalag, tækifæri til að uppgötva alla þætti ilmsins og hvaða hlutverki það gegnir.

Herbergin fimm eru eftirfarandi –

NO 5. 
Gabrielle Chanel var fyrsti fatahönnuðurinn til að gera sitt eigið ilmvatn.  No5 varð til árið 1921 og er frægasti ilmur allra tíma.

CHANCE.
Hamingju heimur fullur af litum og gleði dans og spilakössum.

COCO MADEMOISELLE.
Bleikt þema og leyniskilaboð.

BLEU.
Imurinn hans.

LES EXCLUSIFS
Hvaða ilmur passar þér best? Fáðu ráð frá sérfræðingum sem greina það út frá persónu hvers og eins.

 

 

Lestu líka: STÓRKOSTLEG SÝNING: LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL

Parísarbúar eða ferðalangar, ekki láta þessa stórkostlegu sýningu fram hjá ykkur fara.
Addressa: Bakvið Eiffel turninn þangað sem margir Íslendingar eiga leið hjá  – LE GRAND PALAIS ÉPHÉMÈRE, 2 place Joffre, 75007 PARIS.

Bisou í bili, góða skemmtun!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Í FYRSTA SINN MEÐ FURU

Skrifa Innlegg