fbpx

Í FYRSTA SINN MEÐ FURU

HOMELÍFIÐSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Æ – er þetta ekki besti tími ársins þegar kemur að smáfólkinu okkar? Það eru börnin sem hringja inn jólin á þessu heimili og stundum einum of snemma miðað við hvað elsta vill kveikja snemma á jólalögunum. Nú er ég sjálf dottin með þeim í hátíðargírinn og því var ekkert smá gaman að eiga samveru með jólaskreytingum innan og utandyra í nýliðinni viku, við fórum alla leið og skreyttum líka jólatréið.

 

Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að sækja okkur tré til vina okkar í BYKO, sem selja tvær tegundir af lifandi trjám, Nordmannsþinur og Stafafuru. Við ákváðum að velja okkur Furu í fyrsta sinn, en alveg pottþétt ekki það síðasta þar sem við erum ó svo ánægð með útkomuna. Það er einhver rómantík í furunni og mér fannst hún passa svo vel við stílinn í okkar gamla og góða húsi.

Fururnar eru alíslenskar og koma úr Skógræktinni, það er því mun umhverfisvænni kostur en innflutt tré. Ég fékk síðan upplýsingar um að minnsta kosti 10 tré séu ræktuð í stað hvers trés sem fellt er sem jólatré.

Hér sjáið þið mesta jólabarn sem ég þekki.

Hvítar kúlur, jólaljós, kertaljós … og allskonar sætir jólakarlar fóru á okkar tré. Breytið þið til eftir árum eða haldið þið í sömu skreytingar ár eftir ár? Skoðið allskonar jólaskraut í BYKO – HÉR nú á 25% afslætti.

Við prufuðum einnig kertaseríur í fyrsta sinn og það kom bara ljómandi vel út – fæst HÉR

Psst. Eitt að lokum. Við keyptum okkur jólaseríur úr System 24 línunni þeirra í fyrra og þær hafa staðið úti alveg frá síðustu jólum án þess að ein pera sé skemmd. Við keyptum 4 og tengdum saman í fyrra og bættum við 3 í ár. Það er aðeins meiri áskorun að lýsa upp allt tréð en mig grunaði, en þetta kemur smám saman :)

Gleðilega hátíð … segi það í fyrsta sinn hér með þessari færslu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR MEÐ LINDEX

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1