fbpx

STÓRKOSTLEG SÝNING: LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL

CHANELSAMSTARF
Stórkostleg sýning Chanel LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL var opnuð í dag.  Sýningin er í París og stendur yfir frá 15 desember – 9 janúar.  Ef þú ert í París þessa daga, ekki láta þessa sýningu fram hjá þér fara.  Það er frítt inn fyrir alla og hægt að skrá sig HÉR.

Chanel er þekkt fyrir háklassa, gæði og framúrskarandi viðburði,  við áttum því alltaf von á góðu þegar boðskortið barst en guð minn góður, fegurðin, listin, sagan og íburðurinn var svo magnaður.

Sýningin segir okkur sögu ilma hátískuhússins sem spannar yfir 100 ár.  Ferðalagið byrjar í miðjunni á salnum undir glitrandi stjörnum, allan hringinn eru svo inngangar inn í mismunandi heima Chanel ilma, hver öðrum fegurri. Sýningin snertir við öllum skynfærum á svo margan hátt, stórkostleg upplifun og algjört augnayndi.

Myndir: Chanel
   

Myndir: Andrea

NO 5. 
Gabrielle Chanel var fyrsti fatahönnuðurinn til að gera sitt eigið ilmvatn.  No5 varð til árið 1921 og er frægasti ilmur allra tíma.

Myndir: Chanel

Myndir: Andrea 

CHANCE. Hamingju heimur fullur af litum og gleði.
Myndir: Chanel

COCO MADEMOISELLE.
Guð minn góður fegurðin, ljósakrónurnar og upplifunin.  Leyniskilaboð í símanum. Hér var öllu tjaldað til.
Myndir: Chanel

   

Myndir: Andrea

BLEU. Imurinn hans.
Mynd: Chanel

LES EXCLUSIFS
Hér eru sérfræðingar sem hjálpa þér við að finna rétta ilminn fyrir þig.
Að lokum er hægt að koma við í minjagripabúð og kaupa sér ýmislegt, ilmvötn, bækur, spilastokk og fleira skemmtilegt til að taka með sér heim.  Stórfengleg sýning sem snertir öll skilningarvit.

JÓLAGLUGGINN, AÐVENTUKRANSINN & NOKKUR ÞÚSUND PERLUR

Skrifa Innlegg