fbpx

JÓLAGLUGGINN, AÐVENTUKRANSINN & NOKKUR ÞÚSUND PERLUR

AndreAJÓLSAMSTARF

Jólaglugginn 2022

Á hverju ári setjum við eitthvað fallegt í gluggann í tilefni jólanna.  Undanfarið hef ég verið með perlur á heilanum og ég var því ekki lengi að velja efnið sem ég vildi nota.  Mig langaði í perlur og nóg af þeim.  Við saumuðum hvítan kjól með beru baki og náðum okkur í nokkur þúsund perlur.  Fallegu fallegu litlu jólastjörnurnar og stjörnu serían í botninum á glugganum eru frá Auði blómaverslun á Garðatorgi.  Ég hef keypt mér eitthvað fallegt jólaskraut úr þessari línu á hverju ári undanfarin ár, mæli mikið með.  Fallegt skraut sem er tímalaust og endist í mörg mörg ár.
Pappastjarnan er frá DIMM verslun.

 

Bak við tjöldin …

Þegar ég var svo búin að perla yfir mig í vinnunni en ekki gera neitt heima hjá mér, nokkurn veginn búin að semja við sjálfa mig að bissí búðarkona þyrfti ekki alltaf að gera aðventukrans (sem er lygi).  Þá tók ég með mér heim restar af perlum og setti á bakka með Nappula stjakanum mínum sem er uppi allt árið en hann er líka einmitt fullkominn aðventukrans. Gæti ekki verið einfaldara, ég viðurkenni en perlur á bakka á einni mínútu er það sem ég gerði í ár ;)
Á meðan ég sit hér og skrifa þessi lokaorð þá skaust sú hugmynd upp í hausinn á mér að þekja jólatréð mitt í ár með perlum  ,,,, Gmg  send help.

Nappula stjakinn er frá iittala og fæst bæði í svörtu & hvítu HÉR.

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

STAFABOLLI, PERSÓNULEG JÓLAGJÖF FYRIR ROYAL COPENHAGEN UNNENDUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    11. December 2022

    Vá Andrea!