fbpx

CHANEL O´CLOCK

BEAUTYSAMSTARF

Chanel dagarnir eru done hér í höfuðborginni í bili og undirrituð fer í jólaskapi frá borði. Fullsnemmt en það er þessi mikli klassi sem svífur yfir Chanel býr til smá jól í hjartanu.

Það var ánægjulegt að fá að hitta frönsku Marine sem heimsótti Reykjavík í annað sinn frá París til að kynna fyrir okkur það sem koma skal frá Chanel fyrir jólin. Flestir ættu að þekkja eitthvað til franska hátísku merkisins en ég hef fengið að kynnast snyrtivörunum vel síðustu árin. Nokkrar vörur nota ég daglega og ég hef sagt frá því áður hverjar mínar uppáhalds vörur eru og á á sama tíma er ég líka að kynnast nýjum. Nú síðast úr jólalínunni …

LESTU LÍKA: HÁTÍÐARFÖRÐUN MEÐ CHANEL

 

Hátíðarlínan heitir DEMANDER LA LUNE og guðdómlega falleg þar sem hugsað er út í hvert smáatriðið. Umbúðirnar eru úr endurunnu plasti og hannaðar þannig að hægt er að nýta þær lengi með því að kaupa áfyllingu hverju sinni – hagstætt og umhverfisvænt.

ECLAT LUNAIRE

Maskari sem lengir og þykkir ..

Jólalitirnir eru rauður gylltur og glimmer

Það var hin hæfileikaríka Kolla Vignis  sem prufaði nokkrar næs hátíðarvörur á mér og ég er strax seld á nokkrar þeirra.

Merci Chanel Beauty.

LESTU LÍKA: CHANEL N°1 – ferskt & fallegt frá Frakklandi

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ELDHÚSIÐ - SAMI LITUR Á VEGGJUM OG SKÁPUM

Skrifa Innlegg