fbpx

VINSÆLAST ÁRIÐ 2018 – TOPP15

LÍFIÐTRENDNET

Það er hefð hjá mér að taka saman vinsælustu færslur ársins á blogginu og hér fáið þið topp15 listann árið 2018. Brúðkaup mitt og Gunna ásamt brúðkaupsferð var auðvitað hápunktur ársins og tók mikið pláss hér á blogginu. Þetta var frábært ár og ég elska að rifja það svona upp og þetta er einnig góð leið fyrir mig að sjá hvað þið viljið lesa hjá mér. Það gleður síðan mitt litla hjarta að sjá vinsælustu færslu ársins.

Ég ætla að byrja aftast og láta fylgja með smá brot úr færslunum – ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá smellið þið á titilinn.

15. BRÚÐKAUPSFERÐ – FRÁ A TIL Ö

Brúðkaupsferðin var algjör draumur…

Þegar ég skoða myndir við gerð þessarar færslu þá fyllist ég þrá um að ferðast tilbaka í tímann og vakna upp í timburkofanum mínum á áhyggjulausu Gili Air. Það er því miður ekki að fara að gerast en minningarna lifa og ætla ég að festa þær enn betur í mína nútíma “dagbók” með þessari færslu.

Ég hef verið lengi með þessa færslu á to-do listanum og búin að lofa svo mörgum ykkar ýtarlegri færslu í einskaskilaboðum. Ég bloggaði vissulega í beinni frá Bali af og til en hér kemur brúðkaupsferðin frá A-Ö.

LESA MEIRA…

14. MOTTAN SEM TRYLLTI LÝÐINN

Það er ekki hægt að segja annað en að motta, sem ég keypti mér fyrir áramót, hafi gert allt vitlaust ! Um er að ræða handofna ullarmottu sem ég féll fyrir um leið og ég sá hana – motta sem mótar stofuna okkar betur, kósý með meiru. Það er oft þannig að það sem maður getur ekki eignast langar manni enn frekar í. Þannig var það með þessa ágætu vöru sem ég keypti í IKEA hér í Svíþjóð og komst síðar að því að hún væri því miður ekki til á Íslandi, þar sem flestir mínir fylgjendur búa.

Ég er hér á hlaupum í dag og náði að smella af mynd til að vera meira “í beinni”.

LESA MEIRA…

13. LÍFIÐ SEM GÆS

Hvar á ég að byrja!!? Bloggið hefur allavega setið á hakanum um helgina sökum óvæntrar stelpuferðar í Kaupmannahöfn með mínum bestu konum – gæsun par exellence!

Vinkonur mínar komu mér heldur betur á óvart þennan föstudaginn þegar ég lagði leið mína til Kaupmannahafnar í vinnuferð. Ferðinni var heitið í sýningarherbergi 66°Norður til að skoða sumarlínuna fyrir 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að leyna mig einhverju í svona langan tíma því þær hafa víst verið að plana þetta frá því í janúar (!) og aldrei grunaði mig neitt.

LESA MEIRA…

12. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreAselur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.

LESA MEIRA…

11. SÆNSKA SÆLAN

Þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur árum var planið að eiga þar aðeins lengra stopp. Þessvegna réðumst við í það að kaupa okkar fyrstu eign erlendis en hingað til höfðum við leigt þau heimili sem við höfum búið í. Það hefur farið ó svo vel um okkur í sænsku sælunni en nú fer að líða að kveðjustund.

LESA MEIRA…

10. HVERT FER ÉG Í BRÚÐKAUPSFERÐ

Í mörg ár höfum við Gunni reynt að finna hentugan tíma til að ganga upp að altarinu saman. Í sumar ætlum við loksins að láta verða af því og er undirbúningurinn því farinn á fullt. Við munum gifta okkur á Íslandi og planið er að stinga síðan strax af í brúðkaupsferð og njóta fyrstu daganna sem hjón, bara tvö.

LESA MEIRA…

9. ÓSKALISTINN: JANÚAR

Í þessum fyrsta mánuði ársins standa útsölur sem hæst og því mjög auðvelt að gera góð kaup á hlutum sem voru á óskalista fyrir áramót og eru nú á niðursettu verði, þó eru mínar óskir ekki endilega bundar við útsölurnar. Úr öllum áttum en allt sem mig langar í þessa dagana.

//

I will do “Wanted” list every month 2018. These are my wanted items for January.

LESA MEIRA…

8. SUMAR SAMFESTINGUR(INN)

JESS! Þessi sjúklega flotti samfestingur er loksins kominn í sölu. Ég fékk prufuna lánaða fyrir myndatöku um daginn og er búin að bíða spennt eftir að geta keypt mér hann hjá Andreu (Magnúsdóttur) minni. Ég þori að lofa því að þessi á eftir að rjúka út eins og heitar lummur – þið voruð allavega margar spenntar fyrir flíkinni þegar ég var í henni og ég veit að Andrea hefur líka verið að fá ótrúlega góð viðbrögð.
Ég á sambærilegan frá Mango sem ég notaði í afmælinu mínu í fyrra, hér, en þessi er úr þynnra efni og eiginlega miklu betri .. allavega fyrir mig.

LESA MEIRA…

7. DRESS: OROBLU

Ég er svo yfir mig ánægð með Oroblu föt sem ég hef notað mikið í brúðkaupsferð minni hér í Asíu. Á ferð og flugi um Bangkok í gær var ég nánast stoppuð á hverju einasta horni og spurð hvaðan fötin væru – ánægjulegt að fá hrós en leiðinlegt að gefa það svar að þau séu ekki fáanleg í nágrenninu. Um er að ræða ítalska hönnun frá Oroblu sem við þekkjum flest sem sokkabuxnamerki en er líka að hanna dásamleg gæða föt sem ég er nýlega búin að uppgötva. Kjóllinn og sloppurinn sem ég klæðist á myndunum hér að neðan eru úr efni sem krumpast ekki í ferðatöskunni (mjög mikill kostur).

LESA MEIRA…

6. VINTAGE GUCCI

Ég er mjög ánægð með ný kaup sem ég gerði í Köben einn ágætan föstudag fyrir stuttu. Um er að ræða þetta fína GUCCI veski (töskupoki) sem er vintage fjársjóður sem aðeins var í sölu í versluninni (á Strikinu) þessa helgina – heppnin því með mér. Ég elska að leita uppi hönnunar fjársjóði í vintage búðum en þar er maður aldrei 100% á að um ekta sé að ræða, það var ekkert vafaatriði að þessu sinni.

LESA MEIRA…

5. NÝGIFT

Nýgift og yfir mig hamingjusöm langar mig að henda inn línu hér á bloggið og þakka fyrir allar kveðjurnar og póstana sem þið eruð að senda mér. Ég lofa að svara ykkur öllum strax eftir helgi og vona að þið sýnið því skilning <3 ég mun svo að sjálfsögðu birta betra blogg og fullt af myndum mjög fljótlega.


Ástarorð til Gunna fá að fylgja með:

LESA MEIRA…

4. SKÝRARI REGLUR OG ÁFRAM GAKK

Hér sit ég í nýju dönsku vinnuumhverfi og dásama haustið sem ég er að taka í sátt, auðveldara á svona sólríkum dögum.

Í gær var mikið líf á Trendnet þegar tveir af bloggurum okkar voru nafngreindir á Vísi og “skammaðir” eins og vefsíðan orðaði það. Vísir vísar þar í niðurstöðu úr máli Neytendastofu sem birt var á heimasíðu þeirra í gær. Svana og Fanney voru svo óheppnar að lenda í þessum aðgerðum stofnunnarinnar, Svana hefur bloggað í milljón ár og er ein sú heiðarlegasta í bransanum, Fanney er persónulegur penni sem nýlega byrjaði að deila lífi sínu á Trendnet. Leiðindamál.

LESA MEIRA…

3. BRÚÐARKJÓLLINN // WEDDING DRESS

Loksins kemur þessi færsla sem svo margir hafa verið að rukka mig um…

Ég vildi bíða aðeins með að birtinguna þar til ég fengi myndir í betri gæðum og nú hef ég loks fengið þær í hendurnar frá snillingnum – Sögu Sig. Ég hef fengið heilt haf af spurningum og biðst afsökunar ef ég hef ekki verið nógu dugleg að svara einhverjum.

Hvar á ég að byrja? Ég er ekki endilega þessi týpíska brúður sem beið spennt eftir því að klæðast hvítum síðkjól og fara í prinsessuleik upp að altarinu. Ég vissi frá upphafi að kjóllinn minn yrði einfaldur í sniðum og ég lagði mikið uppúr því að hann yrði úr fallegu efni.

Mig langaði helst ekki að láta sauma hann heldur byrjaði á því að leita að draumakjólnum og vonaðist eftir því að finna hann annað hvort frá flottu tískuhúsi eða jafnvel notaðan á slá hér eða þar um heiminn. Ég fann einn eða tvo sem mér fannst algjör draumur en þeir kostuðu í kringum 1 milljón íslenskra króna (sem ég gat ekki hugsað mér að leggja út fyrir kjól, þó að þetta væri brúðarkjóllinn minn). Þá heimsótti ég vintage búðir í París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn sem dæmi, en því miður fann ég enga gullmola sem kölluðu á mig.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

LESA MEIRA…

2. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

1. ÁSTARSAGA

Elsku hjartans frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Bjarki Már Sigvaldsson eiga saman fallegustu ástarsögu sem áhorfendur Ísland í dag fengu að kynnast í gærkvöldi. Bjarki greindist með krabbamein fyrir 6 árum síðan og þá voru honum gefin 2 ár ólifuð. Hann stendur þó enn uppréttur með þessa mögnuðu eiginkonu sér við hlið og dásamlega, nýfædda Emmu. Því miður er hann þó kominn með þær fréttir  að nú verði ekki meira hægt að gera fyrir hann og því styttist líf þeirra saman í annan endann. Hugarfarið og sterka ástin sem þau bera með sér lætur mann stoppa og hugsa um stund – þau minna mann á að njóta allra litlu “sjálfsögðu” hlutanna í lífinu. Það verður mér innblástur út lífið að hafa fengið að fylgjast með þessari vegferð ykkar.

Ég mæli með að allir horfi á þáttinn hér að neðan.

Megið þið eiga margar góðar stundir, daga, vikur, mánuði, ár – elsku litla fallega fjölskylda.

Tár niður kinnarnar.
Elsku hjartans Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason ♥️ ástin ykkar er svo sterk og hugarfarið svo magnað – þvílíkar fyrirmyndir og hetjur. Elsku Emma er heppin að eiga ykkur sem mömmu og pabba.


 

 

Hlakka til að deila meiri gleði með ykkur á mínu tíunda bloggári. Takk fyrir frábært 2o18 – megi 2019 verða ykkar besta! 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÁRAMÓTAHEFÐ

Skrifa Innlegg