fbpx

LÍFIÐ SEM GÆS

LÍFIÐ

 

Hvar á ég að byrja!!? Bloggið hefur allavega setið á hakanum um helgina sökum óvæntrar stelpuferðar í Kaupmannahöfn með mínum bestu konum – gæsun par exellence!
Vinkonur mínar komu mér heldur betur á óvart þennan föstudaginn þegar ég lagði leið mína til Kaupmannahafnar í vinnuferð. Ferðinni var heitið í sýningarherbergi 66°Norður til að skoða sumarlínuna fyrir 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að leyna mig einhverju í svona langan tíma því þær hafa víst verið að plana þetta frá því í janúar (!) og aldrei grunaði mig neitt. Þær vita allar að mér finnst mjög gott að vera með hlutina á hreinu og að dagskráin er yfirleitt mjög þétt frá morgni til kvölds en það sem það var þroskandi að þurfa að setja allt á hold í smá stund – alveg þess virði þó það hafi tekið mig ca. klukkutíma (og 3 kampavínsglös) að komast yfir það að þetta eða hitt yrði ógert með tölvuna fjarri góðu gamni ;) haha.

Það er erfitt að koma því í orð hversu þakklát ég er og ég mun lifa á þessu út lífið. Þarna voru samankomnar vinkonur mínar úr mörgum áttum sem allar náðu svo vel saman, það gleður mig mjög mjög mjög mikið.

Við vorum allar mjög aktívar á Instagram story og því eru örugglega einhverjir sem náðu að setja sig vel inní stemninguna og upplifa smá af gæsuninni. HÉR (@elgunnars) á Instagram hjá mér getið þið skoðað #EGGÆS í story eftirá, allt mjög óritskoðað, bara hent inn af og til. En AndreA mín var líka dugleg á story og setti í highlights svo það er ennþá HÉR hjá henni, t.d. viðbrögðin þegar þær komu mér á óvart í sýningarherberginu, ég held að ég hafi titrað í 2 tíma eftir þetta.

Hér að neðan eru svo myndir sem aldrei mega týnast – myndir eru minningar og þessar eru alltof góðar <3

… og auðvitað eruði að spá í kórónunni öll sem eitt? Það er fatahönnuðurinn (og vinkona mín) Rakel Jónsdóttir sem á heiðurinn af henni – finnið hana á Facebook til að panta! ;)

//

I just had one of the most memorable weekends of my life !! My friends surprised me on my “work-trip” in Copenhagen, I thought I was going to visit 66°North’s showroom to check out their summer collection. When I was looking through their clothes, over 20 of my friends showed up and I was totally shocked.

We had 3 days of bachelorette party – I have the most wonderful friends and I can’t describe how thankful I am.

 


ER ÉG HEPPNUST Í HEIMI EÐA HVAÐ!?
TAKK TAKK TAKK
ÞIÐ ALLAR (og hinar sem komust ekki en sendu mér kveðjur með einum eða öðrum hætti) <3 ég elska ykkur allar með tölu! Áfram þið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

UPPÁHALDS HORNIÐ HEIMA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea

  21. May 2018

  Skemmtilegasta helgi ever !
  Mjög erfitt að halda þessu leyndu Haha og mjög erfitt að plata þig :)
  Vinahópurinn og fjöldinn sem mætti alla leið til Köben segir allt um þig <3 Góð vinkona sem passar upp á að halda samband við vini sína.
  BETA GUNN
  ÁFRAM ÞÚ
  LOVE YOU
  A

  • Hahaha – ég var næstum búin að busta þig daginn áður … þú gleymir allavega ekki aftur hvað Köben er nálægt Kristianstad ;)
   LOVE YOU!