MÍN HLIÐ

Samstarf

Uppfærð útgáfa: Ég varð að fá að uppfæra þessa færslu sem fór í loftið í gærkvöldi – þegar hún var birt var ég í tilfinningalegu uppnámi, bæði vegna þessa máls og því að strákurinn minn var í aðgerð á sama tíma -mömmuhjartað því meira brothætt en gengur og gerist.

Eins og einhver ykkar kunna að hafa orðið vör við þá var íslenskur fjölmiðill sem tók það til umfjöllunar að ég ásamt Fanneyju Ingvars hefðum verið teknar fyrir af Neytendastofu og okkur bannað að nota duldar auglýsingar. Umrætt atvik tengist færslu sem ég skrifaði um myndavél sem ég fékk í gjöf frá Origo í vor, myndavél sem ég er raunverulega ánægð með og tók ég tvisvar sinnum fram í umræddri færslu að myndavélin hefði verið í gjöf. Sjá færslu – hér – ég tek fram að ég er í dag búin að gera það enn skýrara að um samstarf hefði verið að ræða, svo það ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Ég er ekki fullkomin og get vissulega gert mistök eða gleymt mér, ég hinsvegar er mjög heiðarleg og reyni að miðla alltaf réttum upplýsingum frá mér í gegnum þennan miðil sem ég skapaði mér sjálf. Hugtakið duld auglýsing er algjörlega nýtt fyrir mér og eitthvað sem ég myndi aldrei stunda – en það vitið þið líka sem lesið færslurnar mínar.

Ef mér er bent á mistök þá leiðrétti ég þau strax. Neytendastofa hefði svo sannarlega getað bent mér á að færslurnar væri ekki rétt eða nægilega vel merktar í gegnum tölvupóst eða síma og við getað átt gott spjall um samfélagsmiðla, reglur og annað. Þess í stað fékk ég sent bréf frá þeim með þessum ásökunum sem ég svaraði strax í tölvupósti með minni hlið á málinu.

Þarna hélt ég svo sannarlega að málinu væri lokið og við á Trendnet áttum góða umræðu hvernig við gætum staðið enn betur að þessum málum. Ég hef núna útbúið nýjan flokk “samstarf” og þar má sjá þær færslur sem ég hef fengið greitt fyrir, gefins vöru eða afslátt og er ég enn að vinna í að uppfæra þennan flokk.

Í lok síðustu viku fæ ég svo símtal frá indælum leigubílstjóra sem þurfti nauðsynlega að koma á mig ábyrgðarpósti frá Neytendastofu sem ég þurfti að taka á móti í persónu og kvitta fyrir. Þar sem ég var stödd erlendis yfir helgina (allan tímann með hugann við þetta skjal), þá var mitt fyrsta óvænta verk á mánudagsmorgni að taka á móti þessum sama leigubílstjóra sem afhenti mér skjöl frá Neytendastofu. Skjölin innihéldu útprentuð samskipti sem ég hafði átt við þau og talið var upp hvaða reglur ég hefði brotið, ásamt því að tilkynna mér að nú væri búið að banna mér að nota duldar auglýsingar – annars gæti ég átt von á sekt.

Þarna ætlaði ég varla að trúa að þau hefðu ekki bara getað sent mér einfaldan tölvupóst, en eflaust einhverjir verkferlar sem þarf að fylgja. Ég bókstaflega átti von á að mér yrði rétt ákæra eftir það sem á undan var gengið. Og svo núna hélt ég að málinu væri svo sannarlega lokið.

Ekki fyrr en í morgun þegar ég rekst á miður skemmtilegan fréttarflutning á Vísi.is. Blaðamaðurinn hefur birt samskipti mín og Fanneyjar við Neytendastofu á vefnum þeirra að undanskildnum einum punkt sem mér fannst mjög mikilvægur. Hann snérist um að það væri algjör undantekning ef mínar bloggfærslur fjalla um vörur eða þjónustu sem ég fæ að gjöf.

Ég hef einnig ítrekað í tveimur póstum til Neytendastofu að gott væri að þeir væru með skýrari reglur og kallaði jafnframt eftir betra samstarfi. Mér þykir miður að þess í stað fór þetta beint í fjölmiðla þar sem grafið er undan mér og minni vinnu sem ég reyni ávallt að gera að fullum heilindum.

Ég er fyrst og fremst leið og sár yfir þessu máli.

Ég hef vægast sagt átt ömurlegan dag, en gat ekki hugsað mér að leggjast á koddann fyrr en ég kæmi þessu frá mér og ætla því að hætta hér. Ég mun halda áfram að skrifa hér inná á minn hátt, heiðarleg eins og áður, en með þetta á bakvið eyrað. 

Með vinsemd og virðingu,

Svana.

Hér má lesa færslu Fanneyjar ♡

NÆST Á DAGSKRÁ // MAKE UP STUDIO HÖRPU KÁRA

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Rakel

  3. October 2018

  Ömurleg vinnubrögð og ófagmannlegt af hálfu Neytendastofu! Knús á þig <3

 2. sigridurr

  3. October 2018

  <33333

 3. Arna Þ.

  3. October 2018

  Þú ert heiðarlegasta manneskja sem ég veit af í þessum bransa. Það að þú hafir tekið fram oft í færslunni að um gjöf frá Origo væri að ræða hefði átt að duga hefði maður haldið (þá) og er ég sammála með að það hefði mátt byrja samskiptin frá Neytendastofu með leiðbeiningum en ekki ásökunum.

  Þetta er leiðindarmál og hefðir þú af öllum ekki átt að vera tekin fyrir sem fordæmi fyrir aðra.. ég get ekki talið á fingrum mér hversu mörg svona tilfellu hefðu getað komið þess í stað þar sem hvergi kom fram um neinar gjafir, auglýsingar eða samstarf .. og sá síðast slíka “duldna” auglýsingu í gær !

  • Svart á Hvítu

   3. October 2018

   Takk elsku Arna fyrir þetta komment <3 Met það svo mikið xx

 4. Guðrún María

  5. October 2018

  Elsku Svana þú ert sú allra heiðarlegasta og hreinskilnasta ❤️ Ég get ekki ímyndað mér að þessi greinaskrif hafi áhrif á hvað fólki finnist um þig þó að þau hefðu alveg mátt missa sín. Haltu áfram að vera frábæra þú 😘